Vel heppnað frumkvöðla- og fyrirtækjamót

Nýsköpun í Vestri, frumkvöðla og fyrirtækjamót á Vesturlandi, var haldið í Hjálmakletti föstudaginn 29. september síðastliðinn.

55 frumkvöðlar og fulltrúar fyrirtækja á Vesturlandi voru skráðir til leiks en fyrir lá skemmtileg og fjölbreytt dagskrá. Blandað var saman Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands, heimsókn í Kviku, frásögnum frumkvöðla og æfingum til að styrkja eigið sjálf í frumkvöðlaumhverfinu og fyrirtækjarekstri. Dagurinn í heild sinni var sannkölluð veisla fyrir frumkvöðla og ljóst er að mikil gróska er í nýsköpunarumhverfi á Vesturlandi. Frumkvöðlamótið Nýsköpun í Vestri er samstarfsverkefni Nývest, Gleipnis nýsköpunar- og þróunarseturs á Vesturlandi og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Verkefnið er styrkt af Sóknaráætlun Vesturlands..

Bjargey Anna Guðbrandsdóttir, framkvæmdastýra Gleipnis – nýsköpunar- og þróunarseturs, setti daginn en hún var ein af skipuleggjendum.

Páll Snævar Brynjarsson, framkvæmdarstjóri SSV, opnaði Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands en Svala Svavarsdóttir, verkefnastjóri Uppbyggingarsjóðs Vesturlands afhenti styrki ásamt Helgu Guðjónsdóttur og Ólöfu Guðmundsdóttur. Að þessu sinni fengu 11 verkefni styrk, hvert öðru áhugaverðara. Við óskum öllum styrkhöfum innilega til hamingju og hlökkum til að sjá útkomur verkefnanna.

  

Dagurinn var síðan brotinn upp með heimsókn í Kviku, skapandi rými í hjarta menntaskóla Borgarfjarðar, að undangenginni kynningu frá Braga Þór Svavarssyni sem er skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar. Kvika hefur sannað gildi sitt sem mikilvægur þáttur í kennslustarfi skólans og bjóðast nú opnir tímar á þriðjudögum sem Vestlendingar geta nýtt sér til frumkvöðlastarfs.

 Svava Björk Ólafsdóttir, stofnandi Rata og framkvæmdastjóri Framvís, steig á stokk í upphafi dags með æfingum í því að koma hugmyndum sínum á framfæri og þora að tala um þær. Í lok dags leiddi hún okkur svo í gegnum Business Model Canvas og önnur mikilvæg verkfæri sem gott er að nýta sér í fyrirtækjarekstri. Hér fengu frumkvöðlar og fyrirtækjaeigendur smjörþefinn af því sem koma skal í Vesturbrú, 6 vikna nýsköpunarhraðli á Vesturlandi sem haldin verður í vetur. Nánari upplýsingar um Vesturbrú munu birtast þegar nær dregur.

  

Nývest, Gleipnir nýsköpunar- og þróunarsetur á Vesturlandi og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi þakka öllum þátttakendum fyrir komuna á viðburðinn. Samþætting ólíkra dagskrárliða sem allir tengjast nýsköpun reyndist skemmtileg aðferð til að leiða saman frumkvöðla í landshlutanum. Þessi mikla þátttökuskráning sýnir og sannar að máttur frumkvöðlastarfsins í landshlutanum er mikill og bjart framundan í nýsköpun á Vesturlandi.

 

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Aðalfundur Nývest 2024

Boðað er til aðalfundar Nýsköpunarnets Vesturlands ses. föstudaginn 3. maí 2024, kl. 11:00. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu SSV að Bjarnarbraut 8, Borgarnesi. Dagskrá fundarins: