Ráðgjöf og aðstoð

Hjá Nýsköpunarneti Vesturlands er hægt að sækja í þekkingarbrunn ráðgjafa og leita lausna við áskorunum sem upp koma.

Ráðgjöf menningarmála

Á Vesturlandi ríkir blómlegt menningarstarf enda er menning öllum samfélögum mikilvæg. Skapandi greinar verða sífellt meira áberandi í atvinnulífinu og eftirspurn eftir listum hefur aukist á undanförnum árum.

Hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi starfar menningarfulltrúi sem vinnur að ýmsum samstarfsverkefnum og ráðgjöf varðandi menningarmál. Menningarfulltrúi starfar með uppbyggingarsjóðnum og veitir umsækjendum um menningarstyrki upplýsingar og ráðgjöf. Menningarfulltrúi vinnur einnig með fagráði menningarmála að tillögu um úthlutun menningarstyrkja úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands og heldur utan um samskipti við styrkþega sjóðsins.

Picture of Menningarfulltrúi

Menningarfulltrúi

Sigursteinn Sigurðsson
433 2313 // 698 8503

Ráðgjöf atvinnumála

Atvinnu- og byggðaþróunarsvið SSV er hluti af stoðkerfi atvinnulífsins og veitir ráðgjöf á sviði atvinnumála og vinnur að þróun búsetuskilyrða á starfssvæði Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

Meginmarkmið atvinnuþróunar og ráðgjafar er að taka þátt í að efla atvinnulíf í landshlutanum með beinum og óbeinum hætti. Verkefnin felast m.a. í aðstoð við að greina vandamál, leiðbeiningar um hvar er hægt að fá aðstoð, bæði fjárhagslega og tæknilega frá stoðkerfi atvinnulífsins, aðstoð við gerð umsókna til sjóða, aðstoð við gerð rekstrar- og kostnaðaráætlana og aðstoð við markaðsmál o.fl.

Picture of Fagstjóri

Fagstjóri

Vífill Karlsson
433 2314 // 695 9907

Picture of Atvinnuráðgjafi

Atvinnuráðgjafi

Helga Guðjónsdóttir
433 2310 // 895 6707

Picture of Atvinnuráðgjafi

Atvinnuráðgjafi

Ólöf Guðmundsdóttir
433 2310 // 898 0247

Picture of Atvinnuráðgjafi

Atvinnuráðgjafi

Hrafnhildur Tryggvadóttir
433 2312 // 849 - 2718

Almenn fyrirspurn

Ekki hika við að kasta á okkur línu ef fyrirspurnir vakna. Almenna netfangið hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi er meðfylgjandi og tökum við fagnandi á móti öllum fyrirspurnum.