Um okkur

Nýsköpunarnet Vesturlands er bakhjarl landshlutans í málum nýsköpunar ásamt því að tengja saman frumkvöðla og hagaðila.

Með öflugu samstarfi á Vesturlandi má ná árangri í þróun nýrra starfa, nýsköpun og fjölgun starfa án staðsetningar.

Hlutverk

NýVest er sjálfeignastofnun sem var stofnað 6. apríl 2022 með þeim tilgangi að tengja saman ólíka hópa, miðla upplýsingum og aðstoða frumkvöðla og fræða þá sem hafa áhuga á þróun atvinnulífs og nýjum verkefnum á Vesturlandi.

Yfir sextíu stofnaðilar eru að NýVest, m.a. sveitarfélögin á Vesturlandi, háskólar, þekkingarsetur, fyrirtæki og einstaklingar.

NýVest er m.a. ætlað að vera tenging hagsmunaðila, veita aðstoð við styrkumsóknir, vera leiðandi styrkjabrunnur með upplýsingar um styrki, tengiliður mismunandi aðila; atvinnulífs, skóla og rannsókna ásamt því að vera faglegur stuðningur.

Markmið

Að vera vettvangur samstarfs og upplýsingamiðlunar.

Að aðstoða við að þroska og þróa álitlegar hugmyndir og stuðla að lífvænleika áhugaverðra verkefna,

Að tengja saman hagaðila sem vinna að nýsköpun á Vesturlandi; skóla, fyrirtæki og einstaklinga, 

Að auka og efla tengsl fyrirtækja/atvinnulífs við sterkt þekkingarumhverfi á Vesturlandi,

Að styðja við frumkvæði í heimabyggð þannig að setur og samvinnurými verði drifkraftur NýVest

Og að vera faglegur bakhjarl nýsköpunar og frumkvöðlastarfs á Vesturlandi.

Stjórn

Verkefnahópur 

Á vormánuðum 2021 hóf verkefnahópur vinnu að undirbúning NýVest. Gísli Gíslason var verkefnastjóri yfir þeim hóp.

Í verkefnastjórn sátu:

  • Gísli Gíslason
  • Helena Guttormsdóttir
  • Jakob K. Kristjánsson
  • Rut Ragnarsdóttir
  • Stefán Valgarð Kalmansson
 

Stjórn

Á stofnfundi Nýsköpunarnets Vesturlands þann 6.apríl 2022 var stjórn kosin.

Í stjórn NýVest sitja:

  • Gísli Gíslason, formaður
  • Jóhanna María Sigmundsdóttir
  • Lilja Björk Ágústsdóttir
  • Ólafur Adolfsson
  • Ragnar Ingi Sigurðursson
  • Ragnheiður Þórarinsdóttir, varaformaður 
  • Rut Ragnarsdóttir