Árnasetur

Stykkishólmur

Árnasetur er skrifstofu- og frumkvöðlasetur sem opnaði árið 2021 við Aðalgötu 10 í Stykkishólmi.

Árnasetur er skrifstofu- og frumkvöðlasetur. Suðureyjar ehf. annast rekstur Árnaseturs.

Árnasetur býður nokkra möguleika sem henta mismunandi starfsemi. Unnt er að leigja sérstakt herbergi eða starfsaðstöðu í sameiginlegu rými. Einnig er unnt að leigja starfsaðstöðu tímabundið.

Innifalið í verði í öllum tilvikum er: skrifborð og stóll, nettenging í gegnum ljósleiðara, hiti, rafmagn, fundarherbergi, kaffistofa, kaffi og te.

Picture of Tengiliður

Tengiliður

Sigþór Einarsson
sbs@sjavarborg.is //

Upplýsingar

Staðsetning: Aðalgötu 10 í Stykkishólmi.

Heimasíða: arnasetur.com

Verðskrá:

Herbergið (15 fm) kostar 80.000 kr. á mánuði.

Starfsaðstaða í sameiginlegu rými kostar 30.000 kr. á mánuði

Tímabundin leiga kostar 4.000 kr. á dag.

Tækjabúnaðar: Í fundarherbergi er skjávarpi, tjald, tölvuskjár á vegg

Þjónusta: Opið 24/7 og afnot af fundarherbergjum, eldhúsaðstaða