Hugmyndir Vestlendinga að tækifærum í atvinnulífinu

Út er komin skýrslan Viðskiptahugmyndir á Vesturlandi. Skýrslan varpar ljósi á niðurstöður skoðanakönnunar um hugmyndir Vestlendinga að tækifærum í atvinnulífinu sem framkvæmd var sumarið 2023.

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi, NýVest og Gleipnir stóðu saman að frumkvöðla- og fyrirtækjamótinu Nýsköpun í Vestri þann 29. september 2023 og viðskiptahraðlinum Vesturbrú sem fram fór síðastliðinn vetur og var skoðanakönnunin liður í undirbúningi fyrir þessa viðburði.

Markmiðið með könnuninni var að kanna viðhorf íbúa til nýsköpunar á Vesturlandi og kalla fram hugmyndir að tækifærum í atvinnulífinu. 1000 manns tóku þátt í könnuninni, og samtals voru 384 af þeim sem svöruðu annað hvort með viðskiptahugmynd eða áætlun um nýsköpun í rekstri.

Flestar viðskiptahugmyndir tengdust þjónustu við ferðamenn og þegar viðhorf til tækifæra í mismunandi atvinnugreinum eða flokkum var greint niður á einstök sveitarfélög, kom í ljós að þær atvinnugreinar eða starfsemi sem þegar er hefð fyrir, virðast helst eiga tækifæri á hverjum stað fyrir sig.

Tilgangurinn með könnuninni var einnig að sjá hvaða hindranir væru til staðar og í ljós kom að helstu hindranir eru fólgnar í húsnæðisskorti, skipulagsmálum og fjármagni. Þá var spurt hvort stuðningur utanaðkomandi aðila gæti haft áhrif á að hugmyndin yrði að veruleika og í ljós kom að fjármagn, sveitarfélag og styrkjaaðstoð voru þeir þættir sem þátttakendur nefndu helst.

Skýrsluna má nálgast hér 

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Aðalfundur Nývest 2024

Boðað er til aðalfundar Nýsköpunarnets Vesturlands ses. föstudaginn 3. maí 2024, kl. 11:00. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu SSV að Bjarnarbraut 8, Borgarnesi. Dagskrá fundarins:

Uppskeruhátíð nýsköpunar 6. apríl

Háskólinn á Bifröst býður þig hjartanlega velkomin/nn á Uppskeruhátíð nýsköpunar í Menntaskóla Borgarfjarðar, 6. apríl næstkomandi, kl.14:00-16:00. Nemendur í nýsköpun og viðskiptaáætlanagerð kynna lokaverkefni sín

atvinnumál kvenna

Umsóknarfrestur fyrir styrki til Atvinnumála kvenna

Vinnumálastofnun/félags-og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2024 lausa til umsóknar Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 40.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 4.000.000.

Umsóknir í Hönnunarsjóð 2024

Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu,