Umsóknir í Hönnunarsjóð 2024

Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja.

Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi en sjóðurinn er fjármagnaður af stjórnvöldum.

Hönnunarsjóður stuðlar einnig að auknum útflutningi íslenskrar hönnunar með því að styrkja kynningar- og markaðsstarf erlendis. Fyrsta úthlutun úr Hönnunarsjóði var árið 2013.

 

Umsóknarfrestir 2024

Almennir- & ferðastyrkir

1. desember 2023 – 21. febrúar 2024

Úthlutun 21. mars

Almennir- & ferðastyrkir

2. apríl –  19. september
Úthlutun 17. október

 

Allar nánari upplýsingar um sjóðinn er að finna hér. 

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir