Stofnfundur Nýsköpunarnets Vesturlands fer fram í Breið nýsköpunar og þróunarsetri að Bárugötu 8-10 á Akranesi miðvikudaginn 6. apríl og hefst fundurinn kl.15:00. Auk hefðbundinnar dagskrár stofnfundar mun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra ávarpa fundinn og þeir Bergur Benediktsson og Árni Þór Árnason munu kynna starfsemi Breiðar líftæknismiðju og starfsemi Fab-Lab á Vesturlandi. Að lokum kynnir Rut Ragnarsdóttir nýja heimasíðu Nývest.
STOFNFUNDUR NÝVEST – DAGSKRÁ
- Setning fundar, Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV Kosning fundarstjóra Kosning fundarritara
- Kynning á félaginu: Gísli Gíslason formaður undirbúningsnefndar Nývest
- Drög að stofnsamþykktum lögð fram til umræðu og atkvæðagreiðslu
- Kosning sjö aðila í stjórn
- Kosning endurskoðanda fyrir félagið
- Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin
NÝSKÖPUN ER FRAMTÍÐIN
- Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra
- Líftæknismiðja Breiðar – Bergur Benediktsson
- Fab-Lab Vesturlands – Árni Þór Arnason
- Kynning á nýrri heimasíðu NýVest – Rut Ragnarsdóttir