Taktu þátt í könnun sem gefur verkefninu þínu færi á að verða tilviksrannsókn fyrir IN SITU rannsóknaverkefnið á Vesturlandi. Þeir sem skrá verkefni til leiks eiga möguleika á 5000 evra samningi við rannsóknina og margvíslegum stuðningi við verkefnaframkvæmd. Hægt er að taka þátt í könnuninni til miðnættis annars júní 2023. IN SITU rannsóknin er styrkt af Horizon sjóði Evrópusambandsins.
Frekari upplýsingar og könnunina sjálfa er að finna hér.
Tilgangur IN SITU rannsóknaverkefnisins er að auka skilning á formgerð, ferlum og stjórnun fyrirtækja í skapandi greinum í dreifbýli í Evrópu. Skoðað verður hvernig efla megi nýsköpun hjá frumkvöðlum og fyrirtækjum í skapandi greinum og stuðla með því móti að aukinni samkeppnishæfni og sjálfbærni landsbyggða.
IN SITU er samstarfsverkefni þrettán háskóla og rannsóknastofnana í Evrópu, styrkt af af Horizon sjóð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Vesturland er eitt af sex tilraunasvæðum IN SITU verkefnisins og er stýrt af rannsóknarteymi Háskólans á Bifröst. Önnur tilraunasvæði eru í Króatíu, í stjórn rannsóknarteymis Kultura Nova Foundation, í Lettlandi í stjórn rannsóknarteymis Lettnestu menningarakademíunnar, á Írlandi í stjórn rannsóknarteymis Háskólans í Galway (UG), á Azoreyjum í Portúgal, í stjórn rannsóknarteymis Háskóla Azoreyja, og í Finnlandi undir stjórn rannsóknarteymis Háskólans í Turku.
Aðrir samstarfsaðilar IN SITU verkefnisins eru Evrópunet menningarmiðstöðva (ENCC) í Belgíu, Nýsköpunar og þekkingarsetri (e. Mondragon Innovation & Knowledge) Mondragon Háskóla á Spáni, Leiklistar og kvikmyndaakademíunnar (e. National Academy of Theatre and Film Arts „Kr. Saratov“) í Búlgaríu, Landbúnaðar-, matvæla- og umhverfisstofnun Frakklands, Háskólanum í Hildesheim í Þýskalandi; og Utrecht Háskóla í Hollandi, og Rannsóknarsetur félagsvísinda, lista og hugvísinda Coimbra Háskóla í Portúgal, sem er samhæfingaraðili rannsóknarinnar.
Fyrir frekari upplýsingar:
Heimasíða IN SITU tilraunasvæðisins á Vesturlandi
Heimasíða IN SITU rannsóknarinnar