Skapandi greinar í sókn

Formlegri stofnun Rannsóknaseturs skapandi greina (RSG) var fagnað í gær á opnum kynningarfundi í húsakynnum CCP. Að  kynningunni stóð Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Stofnaðilar RSG eru Háskólinn á Bifröst, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Hólum.

Að loknu ávarpi ráðherra kynnti Anna Hildur Hildibrandsdóttir skýrsluna Sköpunarkrafturinn – orkugafi 21.aldar, þar sem gerð er grein fyrir störfum undirbúningsstjórnar rannsóknasetursins. Þá veitir skýrslan ásamt viðaukum yfirgripsmikla mynd af núverandi stöðu skapandi greina hér á landi.

Í máli Önnu Hildar kom jafnframt fram að skapandi greinar eru í mikilli sókn hér á landi, en óvenjumikill vöxtur hefur mælst í skapandi störfum samanborið við t.a.m. Ástralíu og Bretland, svo að dæmi séu tekin. Þá eru gerðar tillögur að úrbótum á öllum þeim sviðum skapandi greina sem tekin eru fyrir.

Auk stofnaðila eiga sæti í stjórn fulltrúar skapandi greina og menningar- og viðskiptaráðuneytis. Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst er stjórnarformaður og fulltrúi menningar- og viðskiptaráðuneytisins ásamt Kristrúnu Heiðu Hauksdóttur, sérfræðingi í ráðuneytinu.

Aðrir stjórnarmenn eru Halla Helgadóttir, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, fulltrúi Samtaka skapandi greina, Laufey Haraldsdóttir, lektor við ferðamáladeild Háskólans á Hólum, Hulda Stefánsdóttir, sviðsforseti akademískrar þróunar í Listaháskóla Íslands, Stefán Hrafn Jónsson, forseti félagsvísindasvið Háskóla Íslands og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, forseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst og Eyjólfur Guðmundsson, rektor, Háskólans á Akureyri (vantar á myndin hér að ofan)

Nálgast má skýrsluna Sköpunarkrafturinn – orkugjafi 21. aldar ásamt viðaukum á www.bifrost.is/skopunarkrafturinn

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Aðalfundur Nývest 2024

Boðað er til aðalfundar Nýsköpunarnets Vesturlands ses. föstudaginn 3. maí 2024, kl. 11:00. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu SSV að Bjarnarbraut 8, Borgarnesi. Dagskrá fundarins:

Uppskeruhátíð nýsköpunar 6. apríl

Háskólinn á Bifröst býður þig hjartanlega velkomin/nn á Uppskeruhátíð nýsköpunar í Menntaskóla Borgarfjarðar, 6. apríl næstkomandi, kl.14:00-16:00. Nemendur í nýsköpun og viðskiptaáætlanagerð kynna lokaverkefni sín

atvinnumál kvenna

Umsóknarfrestur fyrir styrki til Atvinnumála kvenna

Vinnumálastofnun/félags-og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2024 lausa til umsóknar Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 40.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 4.000.000.

Umsóknir í Hönnunarsjóð 2024

Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu,