Rannsóknarsetur skapandi greina í uppsiglingu á Bifröst

Háskólinn á Bifröst undirritaði samning við stjórnvöld í ágúst 2021 um að leiða undirbúning að stofnun Rannsóknaseturs skapandi greina. Samningurinn er liður í Skapandi Íslandi, aðgerðaráætlun stjórnvalda. Í stjórn undirbúningsnefndar eru einnig fulltrúar Listaháskóla Íslands,  Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og Samtaka skapandi greina.

Anna Hildur rakti í fróðlegu viðtali við Kristján Kristjánsson, þáttastjórnanda Sprengisands, hvernig skapandi greinar voru fyrst skilgreindar sem atvinnuvegur á Íslandi árið 2011 og hversu brýnt það sé að koma upp öflugum rannsóknum sem stjórnvöld og stefnumótandi aðilar geti byggt ákvarðanir sínar á. Jafnframt benti hún á nauðsyn þess að efla gagnasöfnun og tölfræði sem snýr að skapandi greinum hjá Hagstofu Íslands.

Hér má nálgast viðtalið við Önnu Hildi.

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Aðalfundur Nývest 2024

Boðað er til aðalfundar Nýsköpunarnets Vesturlands ses. föstudaginn 3. maí 2024, kl. 11:00. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu SSV að Bjarnarbraut 8, Borgarnesi. Dagskrá fundarins:

Uppskeruhátíð nýsköpunar 6. apríl

Háskólinn á Bifröst býður þig hjartanlega velkomin/nn á Uppskeruhátíð nýsköpunar í Menntaskóla Borgarfjarðar, 6. apríl næstkomandi, kl.14:00-16:00. Nemendur í nýsköpun og viðskiptaáætlanagerð kynna lokaverkefni sín

atvinnumál kvenna

Umsóknarfrestur fyrir styrki til Atvinnumála kvenna

Vinnumálastofnun/félags-og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2024 lausa til umsóknar Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 40.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 4.000.000.

Umsóknir í Hönnunarsjóð 2024

Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu,