Opnað verður fyrir umsóknir í Uppbyggingasjóð Vesturlands í október!

Í október verður opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingasjóð Vesturlands en sjóðurinn styrkir menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi.

Uppbyggingarsjóðurinn er samkeppnissjóður. Auglýst verður opinberlega eftir umsóknum og eru þær metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í samningi um Sóknaráætlun Vesturlands 2020-2024 og þeim áherslum sem eru í verklags- og úthlutunarreglum sjóðsins.

Nánari upplýsingar, eyðublöð, úthlutunarreglur og yfirlit yfir fyrri styrkhafa má nálgast á vefsíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

Atvinnuráðgjafar og verkefnastjóri menningarmála hjá SSV eru til taks fyrir umsækjendur og má nálgast tengiliða upplýsingar hér á síðunni.

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Aðalfundur Nývest 2024

Boðað er til aðalfundar Nýsköpunarnets Vesturlands ses. föstudaginn 3. maí 2024, kl. 11:00. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu SSV að Bjarnarbraut 8, Borgarnesi. Dagskrá fundarins:

Uppskeruhátíð nýsköpunar 6. apríl

Háskólinn á Bifröst býður þig hjartanlega velkomin/nn á Uppskeruhátíð nýsköpunar í Menntaskóla Borgarfjarðar, 6. apríl næstkomandi, kl.14:00-16:00. Nemendur í nýsköpun og viðskiptaáætlanagerð kynna lokaverkefni sín

atvinnumál kvenna

Umsóknarfrestur fyrir styrki til Atvinnumála kvenna

Vinnumálastofnun/félags-og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2024 lausa til umsóknar Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 40.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 4.000.000.