Opnað verður fyrir umsóknir í Uppbyggingasjóð Vesturlands í október!

Í október verður opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingasjóð Vesturlands en sjóðurinn styrkir menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi.

Uppbyggingarsjóðurinn er samkeppnissjóður. Auglýst verður opinberlega eftir umsóknum og eru þær metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í samningi um Sóknaráætlun Vesturlands 2020-2024 og þeim áherslum sem eru í verklags- og úthlutunarreglum sjóðsins.

Nánari upplýsingar, eyðublöð, úthlutunarreglur og yfirlit yfir fyrri styrkhafa má nálgast á vefsíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

Atvinnuráðgjafar og verkefnastjóri menningarmála hjá SSV eru til taks fyrir umsækjendur og má nálgast tengiliða upplýsingar hér á síðunni.

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Gervigreind og styrkumsóknir

Næsti fyrirlestur Forvitinna frumkvöðla 4. mars mun fjalla um það hvernig hægt er að nýta gervigreind við gerð styrkumsókna. Atli Arnarson, sérfræðingur hjá Tækniþróunarsjóði mun

Upptökur af erindum á örfundi Nývest

Föstudaginn síðastliðinn, 14. febrúar, hélt Nývest opin örfund á netinu þar sem fengnir voru þrír frábærir frumkvöðlar úr nýsköpunar umhverfi Vesturlands. Að loknum erindum hófumst