Opið fyrir umsóknir í Tónlistarsjóð

Rannís hefur opnað fyrir umsóknir í Tónlistarsjóð og rennur umsóknarfrestur út 1. nóvember næstkomandi kl 15:00.

Sjóðurinn er ætlaður tónlistarfólki, hljómsveitum, kórum og öðrum sem koma að tónlistarflutningi.

Sjóðurinn skiptist í tvær deildir, tónlistardeild og markaðs- og kynningardeild. Tónlistardeild veitir styrki til almennrar tónlistarstarfsemi, en markaðs- og kynningardeild veitir styrki til kynningar og markaðssetningar á tónlist og tónlistarfólki hér á landi og erlendis.

Vestlenskir umsækjendur geta leitað ráðgjafar vegna umsókna hjá menningarfulltrúa Vesturlands, Sigursteini Sigurðssyni. Nánari upplýsingar um þá þjónustu má nálgast hér.

Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Kynning á Uppbyggingarsjóði Vesturlands

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands og er lokafrestur umsókna þann 17. nóvember næstkomandi!  Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir kynningu á Uppbyggingarsjóði