Opið fyrir umsóknir í Tónlistarsjóð

Rannís hefur opnað fyrir umsóknir í Tónlistarsjóð og rennur umsóknarfrestur út 1. nóvember næstkomandi kl 15:00.

Sjóðurinn er ætlaður tónlistarfólki, hljómsveitum, kórum og öðrum sem koma að tónlistarflutningi.

Sjóðurinn skiptist í tvær deildir, tónlistardeild og markaðs- og kynningardeild. Tónlistardeild veitir styrki til almennrar tónlistarstarfsemi, en markaðs- og kynningardeild veitir styrki til kynningar og markaðssetningar á tónlist og tónlistarfólki hér á landi og erlendis.

Vestlenskir umsækjendur geta leitað ráðgjafar vegna umsókna hjá menningarfulltrúa Vesturlands, Sigursteini Sigurðssyni. Nánari upplýsingar um þá þjónustu má nálgast hér.

Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Uppskeruhátíð nýsköpunar 6. apríl

Háskólinn á Bifröst býður þig hjartanlega velkomin/nn á Uppskeruhátíð nýsköpunar í Menntaskóla Borgarfjarðar, 6. apríl næstkomandi, kl.14:00-16:00. Nemendur í nýsköpun og viðskiptaáætlanagerð kynna lokaverkefni sín

atvinnumál kvenna

Umsóknarfrestur fyrir styrki til Atvinnumála kvenna

Vinnumálastofnun/félags-og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2024 lausa til umsóknar Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 40.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 4.000.000.

Umsóknir í Hönnunarsjóð 2024

Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu,

Lokaviðburður Vesturbrúar 2024

Á fimmtudaginn síðastliðinn var Lokaviðburður Vesturbrúar haldinnn í Hjálmakletti, Borgarnesi. Um 70 manns sátu í salnum og hlýddu á þegar 8 frumkvöðlateymi Vesturbrúar stigu á