Opið er fyrir umsóknir í Loftslagssjóð

Loftslagssjóður er sérstakur sjóður sem heyrir undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga.

Sjóðurinn er ætlaður þeim sem vinna að verkefnum sem hafa það að markmiði að draga úr losun.

Styrkir til nýsköpunarverkefna eru ætlaðir m.a. til þess að styrkja rannsóknir og þróunarstarf í tengslum við aðlögun og innleiðingu á nýjum loftslagsvænum tæknilausnum og hönnun. Áhersla er lögð á nýsköpunarverkefni sem skila samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.

Einnig er áhersla verður lögð á kynningar- og fræðsluverkefni sem nýta niðurstöður nýjustu skýrslu frá IPCC (AR6), Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna, kynna þær og túlka í samhengi við íslenskt samfélag, og eru til þess fallin að virkja almenning og atvinnulíf til aðgerða.

Hér má finna handbók og reglur sjóðsins.

Við mælum með að umsækendur lesi yfir bæði handbókina og reglurnar áður en sótt er um og gefi sér góðan tíma í að skrifa umsóknina. Góð umsókn eykur líkur á styrk.

Við höfum brennandi áhuga á loftsslagsmálum og aðstoðum einstaklinga og fyrirtæki við umsóknarskrif.

Atvinnuráðgjafar eru umsækjendum til taks og má finna allar upplýsingar um þau hér

Umsóknafrestur er 15. júní 2023 kl. 15:00.

Hægt er að lesa meira um sjóðinn inná heimasíðu Rannís

Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Uppskeruhátíð nýsköpunar 6. apríl

Háskólinn á Bifröst býður þig hjartanlega velkomin/nn á Uppskeruhátíð nýsköpunar í Menntaskóla Borgarfjarðar, 6. apríl næstkomandi, kl.14:00-16:00. Nemendur í nýsköpun og viðskiptaáætlanagerð kynna lokaverkefni sín

atvinnumál kvenna

Umsóknarfrestur fyrir styrki til Atvinnumála kvenna

Vinnumálastofnun/félags-og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2024 lausa til umsóknar Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 40.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 4.000.000.

Umsóknir í Hönnunarsjóð 2024

Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu,

Lokaviðburður Vesturbrúar 2024

Á fimmtudaginn síðastliðinn var Lokaviðburður Vesturbrúar haldinnn í Hjálmakletti, Borgarnesi. Um 70 manns sátu í salnum og hlýddu á þegar 8 frumkvöðlateymi Vesturbrúar stigu á