North Atlantic Seafood Forum nýsköpunarsamkeppni

Frá 2005 hefur North Atlantic Seafood Forum (NASF) verið árviss viðburður þar sem stjórnendur og hagaðilar í sjávarútvegi og fiskeldi hittast í Bergen til að kynna sér helstu nýjungar og bera saman bækur.

Að þessu sinni verður NASF haldið dagana 5. –  7. mars 2024 og er búist við að um 1.000 manns sæki viðburðinn. Markhópur þessarar þriggja daga ráðstefnu eru stjórnendur og fjárfestar í sjávarútvegi, fiskeldi og tengdum greinum þ.e. tækjaframleiðendur, markaðsfyrirtæki, bankar, tryggingafélög, flutningsaðilar, ráðgjafafyrirtæki o.s.frv.

Meðal þess sem boðið er upp á í dagskránni er frumkvöðla- og nýsköpunarsamkeppni. Gefst þar 10 frumkvöðlum tækifæri til að kynna sínar lausnir og keppa um vegleg verðlaun. Er hér um að ræða gífurlega gott tækifæri fyrir frumkvöðla til að vekja athygli á sínum lausnum sem nýtast sjávarútvegi og fiskeldi.  Sjá má þau fyrirtæki sem tilnefnd voru á NASF23 hér. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir fyrir NASF24. Eru frekari upplýsingar og skráningablöð aðgengileg hér og hvetjum við íslenska frumkvöðla til að sækja um.

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Aðalfundur Nývest 2024

Boðað er til aðalfundar Nýsköpunarnets Vesturlands ses. föstudaginn 3. maí 2024, kl. 11:00. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu SSV að Bjarnarbraut 8, Borgarnesi. Dagskrá fundarins:

Uppskeruhátíð nýsköpunar 6. apríl

Háskólinn á Bifröst býður þig hjartanlega velkomin/nn á Uppskeruhátíð nýsköpunar í Menntaskóla Borgarfjarðar, 6. apríl næstkomandi, kl.14:00-16:00. Nemendur í nýsköpun og viðskiptaáætlanagerð kynna lokaverkefni sín

atvinnumál kvenna

Umsóknarfrestur fyrir styrki til Atvinnumála kvenna

Vinnumálastofnun/félags-og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2024 lausa til umsóknar Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 40.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 4.000.000.