Minnum á umsóknarfrest í frumkvæðisjóð Dala auðs!

Umsóknarfrestur rennur út þann 31. mars

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna í tengslum við verkefnið „DalaAuð“ fyrir árið 2023. DalaAuður er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Dalabyggðar og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og er undir hatti brothættra byggða.

Styrkhæf verkefni eru rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni í Dalabyggð eða samfélagseflandi verkefni önnur en þau sem teljast til lögbundinna og/eða hefðbundinna verkefna ríkis eða sveitarfélaga.

Verkefni þurfa að styðja við markmið og framtíðarsýn DalaAuðs.

Meginmarkmiðin eru fjögur:
• Samkeppnishæfir innviðir
• Skapandi og sjálfbært atvinnulíf
• Auðugt mannlíf
• Öflug grunnþjónusta

Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar um úthlutunarreglur er að finna á vef SSV.

Umsækjendur er hvattir til að lesa ofangreindar leiðbeiningar og leita sér aðstoðar hjá verkefnisstjóra:

Linda Guðmundsdóttir

Netfang: linda@ssv.is
Sími 7806697

 

Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Uppskeruhátíð nýsköpunar 6. apríl

Háskólinn á Bifröst býður þig hjartanlega velkomin/nn á Uppskeruhátíð nýsköpunar í Menntaskóla Borgarfjarðar, 6. apríl næstkomandi, kl.14:00-16:00. Nemendur í nýsköpun og viðskiptaáætlanagerð kynna lokaverkefni sín

atvinnumál kvenna

Umsóknarfrestur fyrir styrki til Atvinnumála kvenna

Vinnumálastofnun/félags-og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2024 lausa til umsóknar Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 40.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 4.000.000.

Umsóknir í Hönnunarsjóð 2024

Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu,

Lokaviðburður Vesturbrúar 2024

Á fimmtudaginn síðastliðinn var Lokaviðburður Vesturbrúar haldinnn í Hjálmakletti, Borgarnesi. Um 70 manns sátu í salnum og hlýddu á þegar 8 frumkvöðlateymi Vesturbrúar stigu á