Lokaviðburður Vesturbrúar 2024

Á fimmtudaginn síðastliðinn var Lokaviðburður Vesturbrúar haldinnn í Hjálmakletti, Borgarnesi. Um 70 manns sátu í salnum og hlýddu á þegar 8 frumkvöðlateymi Vesturbrúar stigu á stokk og kynntu nýsköpun sína, hver annari glæsilegri.

Þetta var í fyrsta sinn sem farið er af stað með viðskiptahraðal á Vesturlandi. Sambærilegir viðskiptahraðlar hafa verið settir af stað á nokkrum stöðum hér á landi en áherslan fyrir þennan hraðal var sjálfbærni. Þegar auglýst var eftir þátttakendum stóð ekki á áhuganum, 16 umsóknir bárust! Ljóst var að úr frábærum hópi umsækjenda þurfti að velja 10 teymi til þátttöku en umsóknafjöldinn ber þess svo sannarlega merki að mikil gróska er í atvinnulífinu á Vesturlandi og nýsköpun mikil.

Teymin 10 hófu leika með okkur í desember og í gegnum Vesturbrúnna hafa þau fengið frábæra fyrirlesara, mentora og ráðgjafa sem hafa stutt þau áfram og veitt þeim góð verkfæri til að láta nýsköpunardrauminn rætast. Allir frumkvöðlar Vesturbrúar koma af Vesturlandi og var staðarlotum því dreift um Vesturland en þær fóru fram á Akranes og Hellissandi. Til stóð að halda síðustu staðarlotuna í Búðardal en veðurguðirnir afstýrðu ferð okkar í það sinn.

Á milli staðarlota var hisst í netheimum og horft á fyrirlestra, rætt við mentora og kynningarnar æfðar. Við þökkum öllum þeim frábæru fyrirlesurum, mentorum og ráðgjöfum sem gáfu sér tíma til að vera með okkur og ausa úr viskubrunni sínum.

Lokaviðburðurinn sjálfur var hinn glæsilegasti en þar voru teymin okkar með bása til að kynna sínar hugmyndir og vörur. Umgjörðin var öll sú glæsilegasta, boðið var upp á veitingar áður en teymin stigu á stokk og síðan var kaffi á könnunni í lokin yfir netagerð.

Af þeim 10 teymum sem hófu leika fóru svo 8 teymi upp á svið í Hjálmakletti í Borgarnesi. Þar fékk hver frumkvöðull 4 mínútur á stóra sviðinu til að kynna sína hugmynd, hvert markmiðið væri og hvert þau stefna. Guðveig Lind Eyglóardóttir stýrði viðburðinum og áður en frumkvöðlarnir stigu á stokk kom Skúli Mogensen upp á svið og veitti okkur innblástur.

Verkefni sem þetta næði aldrei flugi nema vegna góðra bakhjarla og skipuleggjenda. Það voru SSV, Nývest, Sóknaráætlun Vesturlands og Gleipnir sem stóðu að baki Vesturbrú 2024 og var Svava Björk Ólafsdóttir hjá RATA fengin til að leiða verkefnið. Henni til aðstoðar voru atvinnuráðgjafarnir Helga Guðjónsdóttir og Hrafnhildur Tryggvadóttir.

 

Teymi Vesturbrúar 2024 voru eftirfarandi:

 

              

 Fræðslugreiningartól Effect – Hugbúnaðarlausn sem greinir fræðsluþörf innan fyrirtækja og stofnana í rauntíma og gefur starfsfólki verkfæri til að meta eigin færni og þekkingu til að taka betur ábyrgð á eigin fræðsluvegferð

Urður Ullarvinnsla – Ull og ullarband úr Dölunum sem hefur það markmið að draga fram sérstöðu íslensku ullarinnar og stuðla að auknu verðmæti hennar.

Hraundís – Íslenskar ilmkjarnaolíur úr íslenskri náttúru

Simply the West – Afþreyingarfyrirtæki sem sameinar bókanir á afþreyingu á Vesturlandi á einum stað og auðveldar þannig aðgengi ferðamanna að svæðinu

Grammatek – Grammatek þróar íslenska máltækni með aðstoð gervigreindar

Snæfellsnes Adventure – Snæfellsnes Adventure stefnir að sérhæfingu í móttöku farþega skemmtiferðaskipa með sjálfbærni, fjölgun atvinnutækifæra og hag samfélagsins að leiðarljósi.

Barnaból – Barnaból framleiðir vöggusett tilbúið til útsaums og hvetur þannig til að endurvekja gamla íslenska hefð

Kruss – Verkefnið „íslensku jólasveinarnir koma úr Dölunum“ miðar að því að varðveita íslensku jólasveinana sem eru brothætt menningarverðmæti

 

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Aðalfundur Nývest 2024

Boðað er til aðalfundar Nýsköpunarnets Vesturlands ses. föstudaginn 3. maí 2024, kl. 11:00. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu SSV að Bjarnarbraut 8, Borgarnesi. Dagskrá fundarins:

Uppskeruhátíð nýsköpunar 6. apríl

Háskólinn á Bifröst býður þig hjartanlega velkomin/nn á Uppskeruhátíð nýsköpunar í Menntaskóla Borgarfjarðar, 6. apríl næstkomandi, kl.14:00-16:00. Nemendur í nýsköpun og viðskiptaáætlanagerð kynna lokaverkefni sín

atvinnumál kvenna

Umsóknarfrestur fyrir styrki til Atvinnumála kvenna

Vinnumálastofnun/félags-og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2024 lausa til umsóknar Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 40.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 4.000.000.

Umsóknir í Hönnunarsjóð 2024

Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu,