Listahátíðir á Vesturlandi 2024 – Open Call

Athugið breyttan umsóknarfrest, 14. apríl

Ertu með hugmynd að spennandi listahátíðum á Vesturlandi?

Við köllum eftir hugmyndum af hátíðum á svæðum á Vesturlandi þar sem listahátíðir eru alla jafna ekki að fara fram og uppfylla skilyrði sem sett eru fram verkefninu.

„Listahátíðir á Vesturlandi“ er hluti af áhersluverkefninu „Menningargróska“ og er sett fram til að efla framboð á faglegum listahátíðum í landshlutanum. Er þetta liður í að uppfylla markmið Sóknaráætlunar Vesturlands um að auka hlutdeild skapandi atvinnugreina í atvinnulífi svæðisins og að Vesturland verði þekkt fyrir ríkt menningarstarf með öflugari markaðssetningu.

Verkefnið er útfært þannig að gerður er samningur við aðila sem hyggjast efna til listahátíðar árið 2024, en skuldbinda sig til að undirbúa og skipuleggja sín verkefni með t.d. gerð fjármagns- og verkáætlana, skoðana á samskonar hátíðum og svo framvegis. Valin verða að hámarki þrjú verkefni til þátttöku og mun fá á bilinu 500-800 þúsund krónur í verkið. Auk þess munu ráðgjafar SSV veita ráðgjöf í ferlinu.

Makmiðið er að haustið 2023 verði tilbúið handrit að listahátíð sem má nýta til frekari fjármögnunar og umsókn í Uppbyggingarsjóð Vesturlands 2024.

Þau skilyrði sem verkefnin verða að uppfylla eru:

  • Sé grasrótarhátíð – þ.e. hafi ekki farið fram áður
  • Séu með sérhæfðum listgreinum – t.d. sviðslistir, myndlist, uppistand, hlaðvarp o.s.frv.
  • Séu ekki bæjarhátíðir eða íþróttaviðburðir
  • Sveitarfélög og stofnanir í opinberum rekstri hafa ekki rétt á þátttöku
  • Kostur er að hugað sé að barnamenningu
  • Hafi verkefnastjórnanda og/eða listrænan stjórnanda sem hefur hlotið menntun og/eða reynslu í viðkomandi listgrein
  • Með framkvæmd viðburðarins skapist atvinnu- og viðskiptatækifæri fyrir ferðaþjónustaðila á starfsvæði hátíðanna
  • Fari ekki í beina samkeppni við aðrar listahátíðir eða menningarviðburði á Vesturlandi

Skipaður verður starfshópur á vegum SSV sem annast val og samningagerð við verkefnastjóra hátíðanna. Hópurinn áskilur  sér þann rétt að hafna öllum innsendum umsóknum.                          Tengiliður SSV er Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi.

Umsóknir skulu berast í tölvupósti til menningarfulltrúa og skulu vera í formi greinargerðar, eigi lengi en ein A4 síða og ferilskrár umsækjenda. Fylgiskjöl eins og myndir, teikningar og meðmæli er kostur en ekki skilyrði. Farið verður með allar innsendar umsóknir sem trúnaðarmál. Skilafrestur umsókna er til og með 14. apríl 2023.

Skil á umsókn og nánari upplýsingar gefur tengiliður og menningarfulltrúi SSV á netfangið sigursteinn@ssv.is eða í síma 698-8503

Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Uppskeruhátíð nýsköpunar 6. apríl

Háskólinn á Bifröst býður þig hjartanlega velkomin/nn á Uppskeruhátíð nýsköpunar í Menntaskóla Borgarfjarðar, 6. apríl næstkomandi, kl.14:00-16:00. Nemendur í nýsköpun og viðskiptaáætlanagerð kynna lokaverkefni sín

atvinnumál kvenna

Umsóknarfrestur fyrir styrki til Atvinnumála kvenna

Vinnumálastofnun/félags-og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2024 lausa til umsóknar Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 40.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 4.000.000.

Umsóknir í Hönnunarsjóð 2024

Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu,

Lokaviðburður Vesturbrúar 2024

Á fimmtudaginn síðastliðinn var Lokaviðburður Vesturbrúar haldinnn í Hjálmakletti, Borgarnesi. Um 70 manns sátu í salnum og hlýddu á þegar 8 frumkvöðlateymi Vesturbrúar stigu á