Lilja Rannveig, þingmaður NV kjördæmis, nýtir aðstöðu Nýsköpunarseturs Dalamanna

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, 3. þingmaður Norðvesturkjördæmis, nýtti sér aðstöðuna í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar til starfa nú í byrjun árs.

Lilja situr m.a. í allsherjar- og menntamálanefnd, framtíðarnefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd svo eins og gefur að skilja er ýmislegt sem þarf að sinna þó Alþingi komi ekki saman aftur fyrr en 23. janúar n.k.

Þó viðvera væri ekki löng í þetta sinn sagði Lilja aðstöðuna góða og að hún ætti klárlega eftir að nýta sér hana aftur.

Þessa dagana eru þónokkrar framkvæmdir í gangi í Stjórnsýsluhúsinu og felast þær meðal annars í því að bæta Nýsköpunarsetrið svo hægt sé að nýta það enn frekar.

Frekari upplýsingar um setrið má m.a. finna hér: Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur Dalabyggðar.

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Gervigreind og styrkumsóknir

Næsti fyrirlestur Forvitinna frumkvöðla 4. mars mun fjalla um það hvernig hægt er að nýta gervigreind við gerð styrkumsókna. Atli Arnarson, sérfræðingur hjá Tækniþróunarsjóði mun

Upptökur af erindum á örfundi Nývest

Föstudaginn síðastliðinn, 14. febrúar, hélt Nývest opin örfund á netinu þar sem fengnir voru þrír frábærir frumkvöðlar úr nýsköpunar umhverfi Vesturlands. Að loknum erindum hófumst