Lilja Rannveig, þingmaður NV kjördæmis, nýtir aðstöðu Nýsköpunarseturs Dalamanna

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, 3. þingmaður Norðvesturkjördæmis, nýtti sér aðstöðuna í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar til starfa nú í byrjun árs.

Lilja situr m.a. í allsherjar- og menntamálanefnd, framtíðarnefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd svo eins og gefur að skilja er ýmislegt sem þarf að sinna þó Alþingi komi ekki saman aftur fyrr en 23. janúar n.k.

Þó viðvera væri ekki löng í þetta sinn sagði Lilja aðstöðuna góða og að hún ætti klárlega eftir að nýta sér hana aftur.

Þessa dagana eru þónokkrar framkvæmdir í gangi í Stjórnsýsluhúsinu og felast þær meðal annars í því að bæta Nýsköpunarsetrið svo hægt sé að nýta það enn frekar.

Frekari upplýsingar um setrið má m.a. finna hér: Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur Dalabyggðar.

Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Uppskeruhátíð nýsköpunar 6. apríl

Háskólinn á Bifröst býður þig hjartanlega velkomin/nn á Uppskeruhátíð nýsköpunar í Menntaskóla Borgarfjarðar, 6. apríl næstkomandi, kl.14:00-16:00. Nemendur í nýsköpun og viðskiptaáætlanagerð kynna lokaverkefni sín

atvinnumál kvenna

Umsóknarfrestur fyrir styrki til Atvinnumála kvenna

Vinnumálastofnun/félags-og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2024 lausa til umsóknar Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 40.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 4.000.000.

Umsóknir í Hönnunarsjóð 2024

Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu,

Lokaviðburður Vesturbrúar 2024

Á fimmtudaginn síðastliðinn var Lokaviðburður Vesturbrúar haldinnn í Hjálmakletti, Borgarnesi. Um 70 manns sátu í salnum og hlýddu á þegar 8 frumkvöðlateymi Vesturbrúar stigu á