Hacking Vestfjarðaleiðin – Skráning hafin!

Viltu fræðast um nýsköpun, móta nýjar hugmyndir sem leysa áskoranir svæðisins og kynnast nýju fólki?
Hacking Vestfjarðaleiðin er lausnamót og hugarflug nýrra hugmynda sem fer fram 24.- 25. ágúst næstkomandi og er opið öllum sem hafa áhuga á nýsköpun, umhverfismálum og sjálfbærni.
Þátttakendur vinna að því að þróa lausnir við áskoruninni:
Hvernig hönnum við Sjálfbæra Vestfjarðarleið?
Við leitum að nýjum hugmyndum og verkefnum á sviði orkunýtingar, samgangna, ferðaþjónustu, innviða, matarsóunar, viðhorfa og venja, samfélags, iðnaðar flutninga, iðnaðar og framleiðslu og fleira.
Markmið hugmyndasamkeppninnar er að efla sköpunarkraft og frumkvöðlastarf á svæðinu og þannig stuðla að nýjum verkefnum og viðskiptatækifærum. Lausnamótinu er ekki síður ætlað að vekja athygli á því öfluga frumkvöðlasamfélagi sem er á Vesturlandi og Vestfjörðum.
Útkoman úr lausnamótinu getur verið stafræn lausn, vara, þjónusta, verkefni, hugbúnaður, vélbúnaður, markaðsherferð, eða annað í þeim dúr.
Lausnamótið Hacking Vestfjarðarleiðin fer fram á netinu dagana 24.- 25. ágúst og lýkur á verðlaunaafhendingu fyrir bestu lausnirnar. Aðalverðlaunin eru 300.000 kr auk fjölda aukaverðlauna frá frumkvöðlum og fyrirtækjum á svæðinu.
Virkjum skapandi krafta svæðisins í átt að sjálfbærri Vestfjarðaleið!
Skráning hafin á www.hackinghekla.is
Hacking Vestfjarðarleiðin er samstarfsverkefni Hacking Hekla, Vestfjarðarstofu, Samtökum sveitarfélaga á Vestulandi og Bláma. Verkefnið er styrkt af Lóu.
Viðburður er á Facebook fyrir Lausnamótið, sjáið hér.
Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Aðalfundur Nývest 2024

Boðað er til aðalfundar Nýsköpunarnets Vesturlands ses. föstudaginn 3. maí 2024, kl. 11:00. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu SSV að Bjarnarbraut 8, Borgarnesi. Dagskrá fundarins: