Fyrsta stopp skrifstofu ráðherra án staðsetningar var í Röstinni, Snæfellsbæ!

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mun í haust vera með skrifstofu án staðsetningar um land allt.

Það er vestlendingum mikil ánægja að fyrsta stopp Áslaugar hafi verið í samvinnurýminu Röstinni, Snæfellsbæ. Þar bauð hún upp á viðtalstíma fyrir íbúa fyrir hádegi ásamt því að sinna öðrum störfum ráðuneytisins og eftir hádegi bauð hún til opins fundar í Frystiklefanum, Rifi. Þar ræddi hún tækifæri og áherslur ný ráðuneytis.

Við þökkum Áslaugu Örnu kærlega fyrir komuna.

Færslu Áslaugar Örnu um ferðina má finna hér á Facebook síðu hennar.

 

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Gervigreind og styrkumsóknir

Næsti fyrirlestur Forvitinna frumkvöðla 4. mars mun fjalla um það hvernig hægt er að nýta gervigreind við gerð styrkumsókna. Atli Arnarson, sérfræðingur hjá Tækniþróunarsjóði mun

Upptökur af erindum á örfundi Nývest

Föstudaginn síðastliðinn, 14. febrúar, hélt Nývest opin örfund á netinu þar sem fengnir voru þrír frábærir frumkvöðlar úr nýsköpunar umhverfi Vesturlands. Að loknum erindum hófumst