Fyrsta stopp skrifstofu ráðherra án staðsetningar var í Röstinni, Snæfellsbæ!

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mun í haust vera með skrifstofu án staðsetningar um land allt.

Það er vestlendingum mikil ánægja að fyrsta stopp Áslaugar hafi verið í samvinnurýminu Röstinni, Snæfellsbæ. Þar bauð hún upp á viðtalstíma fyrir íbúa fyrir hádegi ásamt því að sinna öðrum störfum ráðuneytisins og eftir hádegi bauð hún til opins fundar í Frystiklefanum, Rifi. Þar ræddi hún tækifæri og áherslur ný ráðuneytis.

Við þökkum Áslaugu Örnu kærlega fyrir komuna.

Færslu Áslaugar Örnu um ferðina má finna hér á Facebook síðu hennar.

 

Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Lóa hefur opnað fyrir umsóknir!

Lóa – nýsköpunarsjóður fyrir landsbyggðina Ath: Umsóknarfrestur er til 27. mars 2023. Umsóknarform er hér    Lóunni er ætlað það hlutverk að auka nýsköpun á

Dalaauður – Opið fyrir umsóknir!

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna í tengslum við verkefnið „DalaAuð“ fyrir árið 2023. DalaAuður er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Dalabyggðar og Samtaka sveitarfélaga á

atvinnumál kvenna

Atvinnumál kvenna opna fyrir styrkumsóknir

Atvinnumál kvenna munu opna fyrir umsóknarfrest til styrkveitinga þann 1.febrúar. Lokað verður fyrir umsóknir þann 28. febrúar. Styrkjum er úthlutað árlega. Um styrki Atvinnumála kvenna