Forseti Íslands kíkti á Breiðina

Þann 15. desember komu forsetahjónin í heimsókn á Breið, Akranesi. Þar fengu þau að kynnast öllu því metnaðarfulla og framsækna starfi sem er komið í húsið. Ferðast var á milli hæða og meðal annars skoðuð FabLab smiðjan, líftæknismiðjan, starfsemi Arttré, KPMG og Running Tide. Þá fékk forseti að heyra af verkefni tengdu Grjótkrabba. Frumkvöðlarnir á 3. hæð áttu samtal við forsetann og að lokum hófst hátíðardagskrá í tilefni 80 ára afmælis Akraneskaupstaðar.

Breið Þróunarfélag hefur á stuttum tíma orðið að miklu fjöreggi nýsköpunar á Vesturlandi og því afar gaman að forsetahjónin hafi fengið að kynnast öllu því sem fram fer á Breið!

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Gervigreind og styrkumsóknir

Næsti fyrirlestur Forvitinna frumkvöðla 4. mars mun fjalla um það hvernig hægt er að nýta gervigreind við gerð styrkumsókna. Atli Arnarson, sérfræðingur hjá Tækniþróunarsjóði mun

Upptökur af erindum á örfundi Nývest

Föstudaginn síðastliðinn, 14. febrúar, hélt Nývest opin örfund á netinu þar sem fengnir voru þrír frábærir frumkvöðlar úr nýsköpunar umhverfi Vesturlands. Að loknum erindum hófumst