Forseti Íslands kíkti á Breiðina

Þann 15. desember komu forsetahjónin í heimsókn á Breið, Akranesi. Þar fengu þau að kynnast öllu því metnaðarfulla og framsækna starfi sem er komið í húsið. Ferðast var á milli hæða og meðal annars skoðuð FabLab smiðjan, líftæknismiðjan, starfsemi Arttré, KPMG og Running Tide. Þá fékk forseti að heyra af verkefni tengdu Grjótkrabba. Frumkvöðlarnir á 3. hæð áttu samtal við forsetann og að lokum hófst hátíðardagskrá í tilefni 80 ára afmælis Akraneskaupstaðar.

Breið Þróunarfélag hefur á stuttum tíma orðið að miklu fjöreggi nýsköpunar á Vesturlandi og því afar gaman að forsetahjónin hafi fengið að kynnast öllu því sem fram fer á Breið!

Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

atvinnumál kvenna

Atvinnumál kvenna opna fyrir styrkumsóknir

Atvinnumál kvenna munu opna fyrir umsóknarfrest til styrkveitinga þann 1.febrúar. Lokað verður fyrir umsóknir þann 28. febrúar. Styrkjum er úthlutað árlega. Um styrki Atvinnumála kvenna

Forseti Íslands kíkti á Breiðina

Þann 15. desember komu forsetahjónin í heimsókn á Breið, Akranesi. Þar fengu þau að kynnast öllu því metnaðarfulla og framsækna starfi sem er komið í

Mynd: gusti.is

Gleðilega hátíð!

Nývest óskar frumkvöðlum, Vestlendingum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar. Við hlökkum til samstarfsins á nýju árið, megið það verða ár frjórra hugmynda og skemmtilegra verkefna!