Bjargey verður framkvæmdastýra Gleipnis

Bjargey Anna Guðbrandsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra Gleipnis – nýsköpunar- og þróunarseturs á Vesturlandi.

Bjargey hefur viðamikla reynslu af verkefnastjórnun, viðburðarstjórnun og þverfaglegu starfi. Síðastliðin ár hefur hún haldið utan um alþjóðlegt framhaldsnám í umhverfis- og auðlindafræði og skipulagt fjölda viðburða við Háskóla Íslands en starfaði áður hjá ORF Líftækni. Bjargey er með BS gráðu í líffræði og meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun. Hún er uppalin á Staðarhrauni á Mýrum.

Gleipnir – nýsköpunar- og þróunarsetur er sjálfseignarstofnun sem var stofnuð í maí á þessu ári. Stofnaðilar eru Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst, Landsvirkjun, Borgarbyggð, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Háskóli Íslands, Íslandsstofa, Orkustofnun, Breið-Þróunarfélag, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Símenntunarmiðstöð Vesturlands, Hugheimar – frumkvöðla- og nýsköpunarsetur og Auðna tæknitorg.

Markmiðið með stofnun Gleipnis er að skapa umhverfi fyrir samvinnu, þróun og miðlun ólíkrar þekkingar á sviði rannsókna, nýsköpunar og sjálfbærni með það að leiðarljósi að styrkja samkeppnisstöðu íslensks samfélags, efla atvinnu og byggðaþróun og auka lífsgæði í landinu.

Nýsköpunarnet Vesturlands óskar Bjargeyju til hamingju með starfið og hlakkar til samstarfsins. 

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Gervigreind og styrkumsóknir

Næsti fyrirlestur Forvitinna frumkvöðla 4. mars mun fjalla um það hvernig hægt er að nýta gervigreind við gerð styrkumsókna. Atli Arnarson, sérfræðingur hjá Tækniþróunarsjóði mun

Upptökur af erindum á örfundi Nývest

Föstudaginn síðastliðinn, 14. febrúar, hélt Nývest opin örfund á netinu þar sem fengnir voru þrír frábærir frumkvöðlar úr nýsköpunar umhverfi Vesturlands. Að loknum erindum hófumst