Vesturbrú: Fyrsti viðskiptahraðallinn á Vesturlandi

Fyrsti viðskiptahraðallinn á Vesturlandi!

 

Umsóknarfrestur til 15. nóvember

Vesturbrú er sex vikna hraðall fyrir verkefni sem stuðla að sjálfbærri framtíð Vesturlands. Markmið hraðalsins er að efla sköpunarkraft og frumkvöðlastarf á Vesturlandi. Markmiðið er einnig og ekki síður að tengja saman fólk og hugmyndir og stuðla þannig að nýjum verkefnum og verðmætasköpun á svæðinu.

Viðskiptahraðallinn Vesturbrú er ætlaður frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum innan rótgróinna fyrirtækja á Vesturlandi sem eru komin af hugmyndastigi og vilja komast lengra með sín verkefni.

 

Sérsniðinn hraðall fyrir vestlenskt hugvit

Sótt er um í teymum sem æskilegt er að samanstandi af einum til þremur einstaklingum. Teymin geta verið sjálfstæðir frumkvöðlar í startholunum eða starfsfólk fyrirtækja. Hraðallinn er sérhannaður með þarfir þátttökuteymanna í huga og þannig hafa þau áhrif á þá fræðslu sem stendur þeim til boða.

Hraðallinn leggur áherslu á nýjar hugmyndir og þróun fjölbreytts atvinnulífs til að stuðla að sjálfbæru Vesturlandi.

Fyrirkomulag Vesturbrúar er með þeim hætti að haldnar verða tvær lotur. Sú fyrsta verður í tímabilinu 27. nóvember – 7. desember og sú seinni á tímabilinu 8. janúar – 1. febrúar, en þann 1. febrúar verður einnig lokahóf. Vinnustofur fara fram á völdum stöðum á Vesturlandi.

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Aðalfundur Nývest 2024

Boðað er til aðalfundar Nýsköpunarnets Vesturlands ses. föstudaginn 3. maí 2024, kl. 11:00. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu SSV að Bjarnarbraut 8, Borgarnesi. Dagskrá fundarins:

Uppskeruhátíð nýsköpunar 6. apríl

Háskólinn á Bifröst býður þig hjartanlega velkomin/nn á Uppskeruhátíð nýsköpunar í Menntaskóla Borgarfjarðar, 6. apríl næstkomandi, kl.14:00-16:00. Nemendur í nýsköpun og viðskiptaáætlanagerð kynna lokaverkefni sín

atvinnumál kvenna

Umsóknarfrestur fyrir styrki til Atvinnumála kvenna

Vinnumálastofnun/félags-og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2024 lausa til umsóknar Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 40.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 4.000.000.

Umsóknir í Hönnunarsjóð 2024

Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu,