Vesturbrú: Fyrsti viðskiptahraðallinn á Vesturlandi

Fyrsti viðskiptahraðallinn á Vesturlandi!

 

Umsóknarfrestur til 15. nóvember

Vesturbrú er sex vikna hraðall fyrir verkefni sem stuðla að sjálfbærri framtíð Vesturlands. Markmið hraðalsins er að efla sköpunarkraft og frumkvöðlastarf á Vesturlandi. Markmiðið er einnig og ekki síður að tengja saman fólk og hugmyndir og stuðla þannig að nýjum verkefnum og verðmætasköpun á svæðinu.

Viðskiptahraðallinn Vesturbrú er ætlaður frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum innan rótgróinna fyrirtækja á Vesturlandi sem eru komin af hugmyndastigi og vilja komast lengra með sín verkefni.

 

Sérsniðinn hraðall fyrir vestlenskt hugvit

Sótt er um í teymum sem æskilegt er að samanstandi af einum til þremur einstaklingum. Teymin geta verið sjálfstæðir frumkvöðlar í startholunum eða starfsfólk fyrirtækja. Hraðallinn er sérhannaður með þarfir þátttökuteymanna í huga og þannig hafa þau áhrif á þá fræðslu sem stendur þeim til boða.

Hraðallinn leggur áherslu á nýjar hugmyndir og þróun fjölbreytts atvinnulífs til að stuðla að sjálfbæru Vesturlandi.

Fyrirkomulag Vesturbrúar er með þeim hætti að haldnar verða tvær lotur. Sú fyrsta verður í tímabilinu 27. nóvember – 7. desember og sú seinni á tímabilinu 8. janúar – 1. febrúar, en þann 1. febrúar verður einnig lokahóf. Vinnustofur fara fram á völdum stöðum á Vesturlandi.

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Gervigreind og styrkumsóknir

Næsti fyrirlestur Forvitinna frumkvöðla 4. mars mun fjalla um það hvernig hægt er að nýta gervigreind við gerð styrkumsókna. Atli Arnarson, sérfræðingur hjá Tækniþróunarsjóði mun

Upptökur af erindum á örfundi Nývest

Föstudaginn síðastliðinn, 14. febrúar, hélt Nývest opin örfund á netinu þar sem fengnir voru þrír frábærir frumkvöðlar úr nýsköpunar umhverfi Vesturlands. Að loknum erindum hófumst