Uppsprettan 2023

Frá hugmynd í framleiðslu

Uppsprettan er nýsköpunarsjóður á vegum Haga. Hlutverk sjóðsins er að virkja og styðja frumkvöðla til nýsköpunar og þróunar í íslenskri matvælaframleiðslu.

Sjóðurinn leggur áherslu á stuðning við frumkvöðla verkefni sem taka tillit til sjálfbærni og styðja við innlenda framleiðslu.

 

Hvaðan kemur nafnið Uppsprettan?

Uppspretta vatns, uppspretta góðra hugmynda o.s.frv. Því má segja að orðið feli í sér allt þrennt; góð hugmynd kviknar, hún er vökvuð til vaxtar og upp sprettur sproti!

 

Umsóknir 2023

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir styrki Uppsprettunnar fyrir árið 2023. Þetta er í þriðja sinn sem sjóðurinn úthlutar styrkjum til frumkvöðla sem eru í nýsköpun og þróun á íslenskri matvælaframleiðslu. Umsóknarferlið er einfalt, smelltu hér og halaðu niður Power Point kynningarformi til að fylla út fyrir þína umsókn. Þegar skjalið er útfyllt þá sendir þú það á uppsprettan@hagar.is fyrir 27. september næstkomandi. Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband á uppsprettan@hagar.is

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Aðalfundur Nývest 2024

Boðað er til aðalfundar Nýsköpunarnets Vesturlands ses. föstudaginn 3. maí 2024, kl. 11:00. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu SSV að Bjarnarbraut 8, Borgarnesi. Dagskrá fundarins:

Uppskeruhátíð nýsköpunar 6. apríl

Háskólinn á Bifröst býður þig hjartanlega velkomin/nn á Uppskeruhátíð nýsköpunar í Menntaskóla Borgarfjarðar, 6. apríl næstkomandi, kl.14:00-16:00. Nemendur í nýsköpun og viðskiptaáætlanagerð kynna lokaverkefni sín

atvinnumál kvenna

Umsóknarfrestur fyrir styrki til Atvinnumála kvenna

Vinnumálastofnun/félags-og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2024 lausa til umsóknar Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 40.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 4.000.000.