Uppskeruhátíð nýsköpunar 6. apríl

Háskólinn á Bifröst býður þig hjartanlega velkomin/nn á Uppskeruhátíð nýsköpunar í Menntaskóla Borgarfjarðar, 6. apríl næstkomandi, kl.14:00-16:00. Nemendur í nýsköpun og viðskiptaáætlanagerð kynna lokaverkefni sín í áfanganum og verður sú kynning með svipuðu sniði og „Shark Tank“ viðskiptakynningar fara fram. Áhorfendum gefst hér frábært tækifæri til að kynnast nýjum og spennandi viðskiptahugmyndum, sem gætu haft áhrif í framtíðinni. Að kynningum loknum verður boðið upp á léttar veitingar og tengslamyndun. Vinsamlegast staðfestu þátttöku fyrir 4. apríl með því að skrá þig hér.

Hvetjum öll til að koma og styðja við þessa ungu og efnilegu frumkvöðla.

 

 

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir