Umsóknarfrestur í barnamenningarsjóð rennur út í byrjun apríl

Nývest vill vekja athygli á að umsóknarfrestur í Barnamenningarsjóð rennur út þann 3. apríl næstkomandi.

Barnamenningarsjóður Íslands nýtur framlaga af fjárlögum næstu fimm ár, 2019–2023, 100 millj. kr. á ári. Er því um opinbert átaksverkefni að ræða, sem gert er ráð fyrir að skjóti styrkari stoðum undir fjölbreytt menningarstarf í þágu barna og ungmenna til framtíðar.

Barnamenningarsjóður er ætlaður starfandi listamönnum, list- og menningartengdum stofnunum, félagasamtökum og öðrum þeim er sinna menningarstarfi fyrir börn og ungmenni í samræmi við opinbera menningarstefnu. Til barnamenningar teljast verkefni á sviði lista og menningar sem unnin eru fyrir börn og/eða með virkri þátttöku barna.

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Gervigreind og styrkumsóknir

Næsti fyrirlestur Forvitinna frumkvöðla 4. mars mun fjalla um það hvernig hægt er að nýta gervigreind við gerð styrkumsókna. Atli Arnarson, sérfræðingur hjá Tækniþróunarsjóði mun

Upptökur af erindum á örfundi Nývest

Föstudaginn síðastliðinn, 14. febrúar, hélt Nývest opin örfund á netinu þar sem fengnir voru þrír frábærir frumkvöðlar úr nýsköpunar umhverfi Vesturlands. Að loknum erindum hófumst