Skapandi greinar í sókn

Formlegri stofnun Rannsóknaseturs skapandi greina (RSG) var fagnað í gær á opnum kynningarfundi í húsakynnum CCP. Að  kynningunni stóð Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Stofnaðilar RSG eru Háskólinn á Bifröst, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Hólum.

Að loknu ávarpi ráðherra kynnti Anna Hildur Hildibrandsdóttir skýrsluna Sköpunarkrafturinn – orkugafi 21.aldar, þar sem gerð er grein fyrir störfum undirbúningsstjórnar rannsóknasetursins. Þá veitir skýrslan ásamt viðaukum yfirgripsmikla mynd af núverandi stöðu skapandi greina hér á landi.

Í máli Önnu Hildar kom jafnframt fram að skapandi greinar eru í mikilli sókn hér á landi, en óvenjumikill vöxtur hefur mælst í skapandi störfum samanborið við t.a.m. Ástralíu og Bretland, svo að dæmi séu tekin. Þá eru gerðar tillögur að úrbótum á öllum þeim sviðum skapandi greina sem tekin eru fyrir.

Auk stofnaðila eiga sæti í stjórn fulltrúar skapandi greina og menningar- og viðskiptaráðuneytis. Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst er stjórnarformaður og fulltrúi menningar- og viðskiptaráðuneytisins ásamt Kristrúnu Heiðu Hauksdóttur, sérfræðingi í ráðuneytinu.

Aðrir stjórnarmenn eru Halla Helgadóttir, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, fulltrúi Samtaka skapandi greina, Laufey Haraldsdóttir, lektor við ferðamáladeild Háskólans á Hólum, Hulda Stefánsdóttir, sviðsforseti akademískrar þróunar í Listaháskóla Íslands, Stefán Hrafn Jónsson, forseti félagsvísindasvið Háskóla Íslands og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, forseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst og Eyjólfur Guðmundsson, rektor, Háskólans á Akureyri (vantar á myndin hér að ofan)

Nálgast má skýrsluna Sköpunarkrafturinn – orkugjafi 21. aldar ásamt viðaukum á www.bifrost.is/skopunarkrafturinn

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Gervigreind og styrkumsóknir

Næsti fyrirlestur Forvitinna frumkvöðla 4. mars mun fjalla um það hvernig hægt er að nýta gervigreind við gerð styrkumsókna. Atli Arnarson, sérfræðingur hjá Tækniþróunarsjóði mun

Upptökur af erindum á örfundi Nývest

Föstudaginn síðastliðinn, 14. febrúar, hélt Nývest opin örfund á netinu þar sem fengnir voru þrír frábærir frumkvöðlar úr nýsköpunar umhverfi Vesturlands. Að loknum erindum hófumst