Samkomulag undirritað um kynbótaverkefni á byggi

Samstarf Landbúnaðarháskóla Íslands og matvælaráðuneytisins – stór tækifæri í nýsköpun

Samstarf Landbúnaðarháskóla Íslands og matvælaráðuneytisins hefur verið margþætt að undanförnu og má þar fyrst nefna aðgerðaáætlun um aukna kornrækt sem kom út í skýrslunni Bleikir Akrar á dögunum, sem lagði grunninn að stuðningi við íslenska kornrækt sem fram kemur í Fjármálaáætlun 2024-2028 og í gær var undirritaður samningur um stuðning matvælaráðuneytisins við kynbætur í korni sem er forsenda framþróunar.

Undirritun samningsins eru því mikil gleðitíðindi fyrir íslenskan landbúnað og styður enn frekar við uppbyggingu jarðræktarstarfs Landbúnaðarháskóla Íslands.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra undirritaði í gær samkomulag við Landbúnaðarháskóla Íslands um framkvæmd kynbótaverkefnis á byggi til ræktunar á Íslandi. Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor undirritaði samkomulagið fyrir hönd Landbúnaðarháskólans sem gildir til eins árs.

Tækni í plöntukynbótum hefur fleygt fram á ljóshraða og við viljum nýta okkur þá möguleika til að hraða erfðaframförum svo um munar. Búvísindafólk við Landbúnaðarháskólann mun, í samstarfi við erlenda sérfræðinga, nýta erfðavísindin til að aðlaga bygg og hveiti að íslenskum aðstæðum hraðar en nokkurn óraði fyrir að væri gerlegt fyrir fáum árum,“ sagði matvælaráðherra við þetta tilefni. Frétt um efnið á vef stjórnarráðsins.

Jarðræktarhópur Landbúnaðarháskóla Íslands hefur eflst mjög á undanförnum árum

Teymið hefur sótt fjármagn í samkeppnissjóði fyrir kaupum á nýjum tækjabúnaði og samhliða hafa rannsóknir og alþjóðlegt samstarf aukist í greininni. Samstarf við bændur er mikilvægur þáttur í starfseminni og með stuðningi matvælaráðherra við íslenska kornrækt eru stór skref stigin í átt að aukinni framleiðslu til framtíðar.

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Aðalfundur Nývest 2024

Boðað er til aðalfundar Nýsköpunarnets Vesturlands ses. föstudaginn 3. maí 2024, kl. 11:00. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu SSV að Bjarnarbraut 8, Borgarnesi. Dagskrá fundarins:

Uppskeruhátíð nýsköpunar 6. apríl

Háskólinn á Bifröst býður þig hjartanlega velkomin/nn á Uppskeruhátíð nýsköpunar í Menntaskóla Borgarfjarðar, 6. apríl næstkomandi, kl.14:00-16:00. Nemendur í nýsköpun og viðskiptaáætlanagerð kynna lokaverkefni sín

atvinnumál kvenna

Umsóknarfrestur fyrir styrki til Atvinnumála kvenna

Vinnumálastofnun/félags-og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2024 lausa til umsóknar Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 40.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 4.000.000.

Umsóknir í Hönnunarsjóð 2024

Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu,