Rannsóknarsetur skapandi greina í uppsiglingu

Háskólinn á Bifröst, í samstarfi við Samtök sveitarfélag á Vesturlandi og Breið þróunarfélags auk samstsarfsaðila í 12 löndum, hlaut styrk uppá 64 milljónir króna fyrir verkefnið IN SITU.

Verkefnið gengur útá að stunda rannsóknir á staðbundnu samhengi menningar og skapandi greina. Einnig stefnumótun og áhrif nýsköpunar í hinum dreifðari byggðum ásamt uppbyggingu á tengslaneti. Mun kjarni rannsóknanna vera á Íslandi, en stefnt er að uppbyggingu sérhæfði rannsóknarstofu sem mun annast þær rannsóknir. Þær fara jafnframt fram í Portúgal, Finnlandi, Lettlandi, Króatíu og Írlandi.

Erna Kaaber sérfræðingur í menningarstefnu leiðir verkefnið fyrir hönd Háskólans á Bifröst ásamt dr. Vífli Karlssyni hjá SSV og háskólans og Önnu Hildar Hildibrandsdóttur fagstjóra skapandi greina við skólann.

Skapandi greinar hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár og menningartengdar atvinnugreinar hafa verið að dafna, sér í lagi á landsbyggðinni. Ljóst er að enn frekari tækifæri eru að gefast og er það sérstakt fagnaðarefni að styrkur sem þessi fáist í verkefnið.

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir