Önnur úthlutun úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs

Fimmtudaginn 1. júní var úthlutað úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs og var úthlutunarhátíðin haldin í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar í Búðardal.

DalaAuður er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Dalabyggðar og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og er eitt af verkefnum undir hatti brothættra byggða. Verkefnið hófst í mars á síðasta ári.

Frumkvæðissjóður DalaAuðs styrkir bæði samfélagseflandi verkefni og nýsköpun í Dalabyggð. Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs og voru 12.250.000 krónur til úthlutunar að þessu sinni.
21 verkefni hlutu styrk. Mynd af styrkhöfum með verkefnastjóra DalaAuðs má sjá hér að ofan en lista yfir styrkþega hér fyrir neðan.

 

Eftirtaldin verkefni hlutu styrk úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs árið 2023:

  • Verkefnið Myndlistarnámskeið í Búðardal
    Sigrún Margrét Halldórsdóttir
    200.000 kr.
  • Dala stúlka – Valley girl
    Jasa Baka og Kristján E. Karlsson
    200.000 kr
  • Hljómbrot – tónleikar
    Sönghópurinn Hljómbrot.
    250.000 kr
  • Gróðurhús að Laugum
    Bax ehf
    250.000 kr í styrk.
  • Ræktun aspargræðlinga
    Konráð Lúðvíksson
    250.000 kr
  • Stígur milli Hrútsstaða og Haukadals
    Ungmennafélagið Ólafur Pá og Hestamannafélagið Glaður
    300.000 kr
  • Lífið á Laugum – heimasíða
    Sigrún Hanna Sigurðardóttir og Kristín Björk Jónsdóttir
    300.000 kr
  • Er líða fer að jólum 2023.
    Alexandra Rut Jónsdóttir
    300.000 kr
  • Aðgengi að heilsueflandi húsnæði í Búðardal
    Ungmennafélagið Ólafur Pá
    400.000 kr 
  • Fræhöll í Búðardal
    Dalirnir heilla ehf.
    500.000 kr
  • Aðgengi skóga í Dalabyggð
    Skógræktarfélag Dalasýslu
    500.000 kr
  • Gönguleið Fellsströnd – Skarðsströnd
    Guðmundur Halldórsson og Trausti Bjarnason
    500.000 kr
  • Vöruþróun á nautakjöti
    Skúli Hreinn Guðbjörnsson
    500.000 kr
  • Road Refill í Búðardal
    Iceland up close ehf
    500.000 kr
  • Jarðhýsi á Eiríksstöðum.
    Iceland up close ehf
    700.000 kr
  • Dalahvítlaukur
    Svarthamar Vestur ehf.
    800.000 kr
  • Beint frá skýli
    Skugga-Sveinn ehf
    800.000 kr
  • Áfangaheimilið á Dunki
    Berghildur Pálmadóttir og Kári Gunnarsson
    900.000 kr
  • Grafíkverkstæði og sýningarhald
    Penna sf
    1.100.000 kr
  • Ullarvinnsla í Dölum
    Rauðbarði ehf
    1.500.000 kr
  • Jólasveinarnir eru úr Dölunum
    Kruss ehf
    1.500.000 kr

Að loknum styrkveitingum voru þrjár kynningar á verkefnum sem hlutu styrk að þessu sinni. Það voru þau verkefnin Aðgengi skóga í Dalabyggð sem Jakob Kristjánsson kynnti, Road Refill í Búðardal sem Bjarnheiður Jóhannsdóttir kynnti og loks Jólasveinarnir eru úr Dölunumsem Þorgrímur Einar Guðbjartsson kynnti.

 

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir