Nýsköpun í Vestri: Frumkvöðla – og fyrirtækjamót á Vesturlandi

Hefurðu áhuga á nýsköpun og frumkvöðlastarfi en veist ekki hvar þú átt að byrja? Mættu á frumkvöðla- og fyrirtækjamótið „Nýsköpun í vestri“ og taktu þátt í að fræðast um nýsköpun og frumkvöðlastarf, móta nýjar hugmyndir og kynnast nýju fólki.
Nýsköpun í vestri er stefnumót nýrra og reyndra frumkvöðla og rótgróinna fyrirtækja, auk allra þeirra sem hafa áhuga á nýsköpun og frumkvöðlastarfi. Stefnumótið verður 29. september milli kl 10:00 – 18:00 í Hjálmakletti, Borgarnesi. Dagskráin er blanda af fræðslu, vinnustofum, reynslusögum og tengslamyndun. Hluti af dagskránni er úthlutun atvinnu- og nýsköpunarstyrkja úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands og gefst þátttakendum tækifæri til að spjalla við styrkhafa. Nýsköpunarrýmið Kvikan verður heimsótt og dagurinn endar með léttum veitingum og stefnumóti.
Markmið frumkvöðla- og fyrirtækjamótsins er efla sköpunarkraft og frumkvöðlastarf á Vesturlandi, tengja fólk saman og stuðla að nýjum verkefnum og verðmætasköpun á svæðinu.
Öll velkomin og þátttaka er ókeypis. Skráning er nauðsynleg undir „Miðar/Tickets“ til að áætla veitingar og minnka matarsóun – ekki er nóg að setja „Going“ á viðburðinn.
Nýsköpun í vestri er samstarfsverkefni Gleipnis, nýsköpunar- og þróunarseturs á Vesturlandi, Nývest, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og er styrkt af Sóknaráætlun Vesturlands.
Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Gervigreind og styrkumsóknir

Næsti fyrirlestur Forvitinna frumkvöðla 4. mars mun fjalla um það hvernig hægt er að nýta gervigreind við gerð styrkumsókna. Atli Arnarson, sérfræðingur hjá Tækniþróunarsjóði mun

Upptökur af erindum á örfundi Nývest

Föstudaginn síðastliðinn, 14. febrúar, hélt Nývest opin örfund á netinu þar sem fengnir voru þrír frábærir frumkvöðlar úr nýsköpunar umhverfi Vesturlands. Að loknum erindum hófumst