Lóa hefur opnað fyrir umsóknir!

Lóa – nýsköpunarsjóður fyrir landsbyggðina

Ath: Umsóknarfrestur er til 27. mars 2023.

Umsóknarform er hér 

 

Lóunni er ætlað það hlutverk að auka nýsköpun á landsbyggðinni og styðja við eflingu byggða og landshluta. Henni er ætlað að styðja við atvinnulífið, verðamætasköpun og stuðla að uppbyggingu vistkerfis fyrir nýsköpunarstarfsemi á forsendum svæðanna.

Úthlutað er úr sjóðnum einu sinni á ári og hvert verkefni getur hlotið að hámarki 20% af heildarúthlutun hvers árs. Mótframlag umsækjanda þarf að vera 30% af styrkumsókn. Styrkjunum er úthlutað til nýsköpunarverkefna utan höfuðborgarsvæðisins.

Lóa hefur það að áherslu í ár að styðja við verkefni sem komin eru af byrjunarstigi og tengjast samfélagslegum áskorunum á borð við loftslagsmál, sjálfbærni í heilbrigðis- og menntamálum og sjálfbærni í matvælaframleiðslu.

Heildarfjárhæð Lóu árið 2023 er 100 milljónir króna.

Nánari upplýsingar um Lóu má finna hér

Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Lóa hefur opnað fyrir umsóknir!

Lóa – nýsköpunarsjóður fyrir landsbyggðina Ath: Umsóknarfrestur er til 27. mars 2023. Umsóknarform er hér    Lóunni er ætlað það hlutverk að auka nýsköpun á

Dalaauður – Opið fyrir umsóknir!

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna í tengslum við verkefnið „DalaAuð“ fyrir árið 2023. DalaAuður er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Dalabyggðar og Samtaka sveitarfélaga á

atvinnumál kvenna

Atvinnumál kvenna opna fyrir styrkumsóknir

Atvinnumál kvenna munu opna fyrir umsóknarfrest til styrkveitinga þann 1.febrúar. Lokað verður fyrir umsóknir þann 28. febrúar. Styrkjum er úthlutað árlega. Um styrki Atvinnumála kvenna