Lóa – nýsköpunarsjóður fyrir landsbyggðina
Ath: Umsóknarfrestur er til 27. mars 2023.
Lóunni er ætlað það hlutverk að auka nýsköpun á landsbyggðinni og styðja við eflingu byggða og landshluta. Henni er ætlað að styðja við atvinnulífið, verðamætasköpun og stuðla að uppbyggingu vistkerfis fyrir nýsköpunarstarfsemi á forsendum svæðanna.
Úthlutað er úr sjóðnum einu sinni á ári og hvert verkefni getur hlotið að hámarki 20% af heildarúthlutun hvers árs. Mótframlag umsækjanda þarf að vera 30% af styrkumsókn. Styrkjunum er úthlutað til nýsköpunarverkefna utan höfuðborgarsvæðisins.
Lóa hefur það að áherslu í ár að styðja við verkefni sem komin eru af byrjunarstigi og tengjast samfélagslegum áskorunum á borð við loftslagsmál, sjálfbærni í heilbrigðis- og menntamálum og sjálfbærni í matvælaframleiðslu.
Heildarfjárhæð Lóu árið 2023 er 100 milljónir króna.