Lóa hefur opnað fyrir umsóknir!

Lóa – nýsköpunarsjóður fyrir landsbyggðina

Ath: Umsóknarfrestur er til 27. mars 2023.

Umsóknarform er hér 

 

Lóunni er ætlað það hlutverk að auka nýsköpun á landsbyggðinni og styðja við eflingu byggða og landshluta. Henni er ætlað að styðja við atvinnulífið, verðamætasköpun og stuðla að uppbyggingu vistkerfis fyrir nýsköpunarstarfsemi á forsendum svæðanna.

Úthlutað er úr sjóðnum einu sinni á ári og hvert verkefni getur hlotið að hámarki 20% af heildarúthlutun hvers árs. Mótframlag umsækjanda þarf að vera 30% af styrkumsókn. Styrkjunum er úthlutað til nýsköpunarverkefna utan höfuðborgarsvæðisins.

Lóa hefur það að áherslu í ár að styðja við verkefni sem komin eru af byrjunarstigi og tengjast samfélagslegum áskorunum á borð við loftslagsmál, sjálfbærni í heilbrigðis- og menntamálum og sjálfbærni í matvælaframleiðslu.

Heildarfjárhæð Lóu árið 2023 er 100 milljónir króna.

Nánari upplýsingar um Lóu má finna hér

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Aðalfundur Nývest 2024

Boðað er til aðalfundar Nýsköpunarnets Vesturlands ses. föstudaginn 3. maí 2024, kl. 11:00. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu SSV að Bjarnarbraut 8, Borgarnesi. Dagskrá fundarins:

Uppskeruhátíð nýsköpunar 6. apríl

Háskólinn á Bifröst býður þig hjartanlega velkomin/nn á Uppskeruhátíð nýsköpunar í Menntaskóla Borgarfjarðar, 6. apríl næstkomandi, kl.14:00-16:00. Nemendur í nýsköpun og viðskiptaáætlanagerð kynna lokaverkefni sín

atvinnumál kvenna

Umsóknarfrestur fyrir styrki til Atvinnumála kvenna

Vinnumálastofnun/félags-og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2024 lausa til umsóknar Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 40.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 4.000.000.

Umsóknir í Hönnunarsjóð 2024

Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu,