Hacking Vestfjarðaleiðin fer af stað!

Viltu fræðast um nýsköpun, móta nýjar hugmyndir sem leysa áskoranir svæðisins og kynnast nýju fólki?
Hacking Vestfjarðaleiðin er lausnamót og hugarflug nýrra hugmynda sem fer fram 22. apríl næstkomandi og er opið öllum sem hafa áhuga á nýsköpun, umhverfismálum og sjálfbærni.
Þátttakendur vinna að því að þróa lausnir við áskoruninni:
Hvernig hönnum við kolefnishlutlausa Vestfjarðarleið?
Við leitum að nýjum hugmyndum og verkefnum á sviði orkunýtingar, samgangna, ferðaþjónustu, innviða, matarsóunar, viðhorfa og venja, samfélags, iðnaðar flutninga, iðnaðar og framleiðslu og fleira.
Markmið hugmyndasamkeppninnar er að efla sköpunarkraft og frumkvöðlastarf á svæðinu og þannig stuðla að nýjum verkefnum og viðskiptatækifærum. Lausnamótinu er ekki síður ætlað að vekja athygli á því öfluga frumkvöðlasamfélagi sem er á Vesturlandi og Vestfjörðum.
Útkoman úr lausnamótinu getur verið stafræn lausn, vara, þjónusta, verkefni, hugbúnaður, vélbúnaður, markaðsherferð, eða annað í þeim dúr.
Lausnamótið Hacking Vestfjarðarleiðin fer fram 22. apríl næstkomandi á Café Riis í Hólmavík og lýkur á verðlaunaafhendingu fyrir bestu lausnirnar um kvöldið. Aðalverðlaunin eru 300.000 kr auk fjölda aukaverðlauna frá frumkvöðlum og fyrirtækjum á svæðinu.
Skráðir þátttakendur hittast á stuttum undirbúningsfundi á netinu miðvikudaginn 19. apríl kl 15:00-16:00 til að leggja línurnar fyrir lausnamótið.
Virkjum skapandi krafta svæðisins í átt að kolefnishlutlausri Vestfjarðaleið!
Skráning er hafin og fer fram í gegnum þessa vefslóð.
Hacking Vestfjarðarleiðin er samstarfsverkefni Hacking Hekla, Vestfjarðarstofu, Samtökum sveitarfélaga á Vestulandi og Bláma. Verkefnið er styrkt af Lóu.
Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Aðalfundur Nývest 2024

Boðað er til aðalfundar Nýsköpunarnets Vesturlands ses. föstudaginn 3. maí 2024, kl. 11:00. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu SSV að Bjarnarbraut 8, Borgarnesi. Dagskrá fundarins: