Gleipnir eignast nýja vefsíðu

Gleipnir – nýsköpunar- og þróunarsetur hefur opnað vefsíðu. Á vefsíðu Gleipnis má finna ýmsar upplýsingar um setrið, þau verkefni sem það sinnir og þjónustuna sem þar er boðið upp á. Gleipnir hefur það að markmiði að styðja við nýsköpun og þróun tækifæra á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála.

Tilgangur setursins er að leiða og byggja upp samstarf stofnaðila, stjórnvalda og annarra hagaðila þar sem lögð verður áhersla á að efla rannsóknir og hagnýtingu þeirra, stefnumótun, nýsköpun og fræðslu á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála.

Setrinu er ætlað að vera virkur þátttakandi í að ná fram markmiðum og skuldbindingum stjórnvalda á sviðum nýsköpunar og fræðslu á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála, auk þess að efla nýsköpunar- og frumkvöðlastarf á landsbyggðinni.

Samhliða opnun vefsíðunnar var nýtt merki setursins birt, en það er hannað af Leiry Serón, sjálfstætt starfandi myndhönnuðar og efnishöfundar frá Hondúras sem er búsett á Vestfjörðum.

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Aðalfundur Nývest 2024

Boðað er til aðalfundar Nýsköpunarnets Vesturlands ses. föstudaginn 3. maí 2024, kl. 11:00. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu SSV að Bjarnarbraut 8, Borgarnesi. Dagskrá fundarins:

Uppskeruhátíð nýsköpunar 6. apríl

Háskólinn á Bifröst býður þig hjartanlega velkomin/nn á Uppskeruhátíð nýsköpunar í Menntaskóla Borgarfjarðar, 6. apríl næstkomandi, kl.14:00-16:00. Nemendur í nýsköpun og viðskiptaáætlanagerð kynna lokaverkefni sín

atvinnumál kvenna

Umsóknarfrestur fyrir styrki til Atvinnumála kvenna

Vinnumálastofnun/félags-og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2024 lausa til umsóknar Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 40.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 4.000.000.

Umsóknir í Hönnunarsjóð 2024

Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu,