Gleipnir eignast nýja vefsíðu

Gleipnir – nýsköpunar- og þróunarsetur hefur opnað vefsíðu. Á vefsíðu Gleipnis má finna ýmsar upplýsingar um setrið, þau verkefni sem það sinnir og þjónustuna sem þar er boðið upp á. Gleipnir hefur það að markmiði að styðja við nýsköpun og þróun tækifæra á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála.

Tilgangur setursins er að leiða og byggja upp samstarf stofnaðila, stjórnvalda og annarra hagaðila þar sem lögð verður áhersla á að efla rannsóknir og hagnýtingu þeirra, stefnumótun, nýsköpun og fræðslu á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála.

Setrinu er ætlað að vera virkur þátttakandi í að ná fram markmiðum og skuldbindingum stjórnvalda á sviðum nýsköpunar og fræðslu á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála, auk þess að efla nýsköpunar- og frumkvöðlastarf á landsbyggðinni.

Samhliða opnun vefsíðunnar var nýtt merki setursins birt, en það er hannað af Leiry Serón, sjálfstætt starfandi myndhönnuðar og efnishöfundar frá Hondúras sem er búsett á Vestfjörðum.

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Gervigreind og styrkumsóknir

Næsti fyrirlestur Forvitinna frumkvöðla 4. mars mun fjalla um það hvernig hægt er að nýta gervigreind við gerð styrkumsókna. Atli Arnarson, sérfræðingur hjá Tækniþróunarsjóði mun

Upptökur af erindum á örfundi Nývest

Föstudaginn síðastliðinn, 14. febrúar, hélt Nývest opin örfund á netinu þar sem fengnir voru þrír frábærir frumkvöðlar úr nýsköpunar umhverfi Vesturlands. Að loknum erindum hófumst