Gervigreind og styrkumsóknir

Næsti fyrirlestur Forvitinna frumkvöðla 4. mars mun fjalla um það hvernig hægt er að nýta gervigreind við gerð styrkumsókna.
Atli Arnarson, sérfræðingur hjá Tækniþróunarsjóði mun fræða okkur um möguleikana sem gervigreindin býður frumkvöðlum. Markmiðið er að veita innsýn í þessa þróun og kynna gervigreindartól og aðferðir sem umsækjendur geta nýtt sér, ásamt mögulegum áskorunum, siðferðilegum álitaefnum og takmörkunum tækninnar.

 

 

Fræðsluhádegi landshlutasamtakanna er haldin fyrsta þriðjudag hvers mánaðar.
Landshlutasamtökin: Austurbrú, SASS, SSNE, SSNV, SSS, SSV og Vestfjarðarstofa standa að mánaðarlegum fræðsluerindum fyrsta þriðjudag í mánuði. Fjölbreytt fræðsla í boði fyrir frumkvöðla og önnur áhugasöm um nýsköpunarsenuna. Fræðsluhádegin eru öllum opin og að kostnaðarlausu!
Erindin verða haldin á Teams og hefjast þau kl.12. Ráðgert að hvert erindi verði ekki lengra en 45 mínútur. Í kjölfar hvers erindis gefst kostur á að leggja fram spurningar.

 

Næstu fræðsluhádegi:
1. apríl – Skapandi hugsun
6. maí – Viðskiptaáætlun á mannamáli
3. júní – Stofnun og rekstur smáfyrirtækja//ólík rekstarform

 

Takið dagana frá!
Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Rafrænn kynningarfundur Startup Landsins!

Startup Landið – rafrænn kynningarfundur Rafrænn kynningarfundur Startup Landsins verður þriðjudaginn 19. ágúst kl 12:00 ! Startup Landið er nýsköpunarhraðall fyrir landsbyggðina.Við leitum að hugmyndum

Gervigreind og styrkumsóknir

Næsti fyrirlestur Forvitinna frumkvöðla 4. mars mun fjalla um það hvernig hægt er að nýta gervigreind við gerð styrkumsókna. Atli Arnarson, sérfræðingur hjá Tækniþróunarsjóði mun