Dalaauður – Opið fyrir umsóknir!

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna í tengslum við verkefnið „DalaAuð“ fyrir árið 2023. DalaAuður er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Dalabyggðar og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og er undir hatti brothættra byggða.

Umsóknarfrestur er til kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 31. mars 2023.

Styrkhæf verkefni eru rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni í Dalabyggð eða samfélagseflandi verkefni önnur en þau sem teljast til lögbundinna og/eða hefðbundinna verkefna ríkis eða sveitarfélaga.

Verkefni þurfa að styðja við markmið og framtíðarsýn DalaAuðs.

Meginmarkmiðin eru fjögur:
• Samkeppnishæfir innviðir
• Skapandi og sjálfbært atvinnulíf
• Auðugt mannlíf
• Öflug grunnþjónusta

Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar um úthlutunarreglur er að finna á vef SSV.

Umsækjendur er hvattir til að lesa ofangreindar leiðbeiningar og leita sér aðstoðar hjá verkefnisstjóra:

Linda Guðmundsdóttir

Netfang: linda@ssv.is
Sími 7806697

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Gervigreind og styrkumsóknir

Næsti fyrirlestur Forvitinna frumkvöðla 4. mars mun fjalla um það hvernig hægt er að nýta gervigreind við gerð styrkumsókna. Atli Arnarson, sérfræðingur hjá Tækniþróunarsjóði mun

Upptökur af erindum á örfundi Nývest

Föstudaginn síðastliðinn, 14. febrúar, hélt Nývest opin örfund á netinu þar sem fengnir voru þrír frábærir frumkvöðlar úr nýsköpunar umhverfi Vesturlands. Að loknum erindum hófumst