„BLÁI ÞRÁÐURINN” er hönnunarsýning um menningu, sögu, náttúru og upplifun strandlínu Akraness.

Hönnunarsýningin er mastersverkefni Ásu Katrínar Bjarnadóttur í sjálfbærri borgarhönnun við háskólann í Lundi. Verkefnið snýst um þematengdan strandstíg á Akranesi til sýnis á 2.hæð í glerrýminu á Breið nýsköpunarsetri.

Hægt er að skoða hönnunarsýningunna í glerrými á 2. hæð á Breiðinni milli kl. 8-16.

Á sýningunni er lögð áhersla á að sýna hvernig hönnun og framsetning getur aukið aðdráttarafl strandlengju Akraness með því að tengja, virkja og endurskilgreina strandlínuna. Unnið er út frá ríkri sögu bæjarins þar sem menning, saga, náttúra og upplifun hefur mótast í aldanna rás út frá nálægð við sjóinn. Hönnunarforsendur sem þessar gætu orðið til þess að Akranes yrði leiðandi í náttúruupplifun innan þéttbýlisumhverfis í minni sveitarfélögum.

Sýnt var fram á, í fjölbreyttum útfærslum í gegnum mismunandi listform, hvernig strandstígur gæti þjónað sem vettvangur til fræðslu, útivistar, lýðheilsu og aukið sjálfsvitund íbúa. Fólki er boðið að gægjast inn í glugga þessa umbreytingarsvæðis sem fjörurnar eru og læra um töfrana sem þar eiga sér stað og hvað má finna í kjarna bæjarsálarinnar.

Strandlína Akranes er stórkostleg og bíður upp á fjölbreytta möguleika til upplifunar og því er verkefnið happafengur fyrir bæjarfélagið.-.

Sýningin er styrkt af Akraneskaupstað sem menningartengt verkefni og af Breið Nýsköpunarsetri.

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir