Áslaug Arna, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur verið á flakki með skrifstofu sína um landið allt á haustmánuðum, og í dag, föstudaginn 28. október, mun hún starfa á Breiðinni, Akranesi.
„Hugmyndin kviknaði þegar ég var að hugsa hvernig ráðuneyti sem væri búið til árið 2022 myndi starfa. Með þessu kynnist ég enn betur starfsemi sem tengist ráðuneytinu um allt land og fæ tækifæri til að prófa að starfa annars staðar en í Reykjavík,“ segir ráðherra.
Áslaug Arna mun halda áfram á nýju ári að flakka um landið og má sjá plön hennar fyrir næstu misseri á myndinni hér fyrir neðan.