Á FÖSTUDAGINN: Nýsköpun í Vestri

Nýsköpun í vestri

Frumkvöðla- og fyrirtækjamót á Vesturlandi

Hvar: Hjálmaklettur í Borgarnesi
Hvenær: Föstudaginn 29. september kl. 10-18

Hefurðu áhuga á nýsköpun og frumkvöðlastarfi en veist ekki hvar þú átt að byrja? Mættu á frumkvöðla- og fyrirtækjamótið „Nýsköpun í vestri“ og taktu þátt í að fræðast um nýsköpun og frumkvöðlastarf, móta nýjar hugmyndir og kynnast nýju fólki. Hádegismatur í boði og léttar veitingar í lok dags.

Nýsköpun í vestri opið öllum þeim sem hafa áhuga á nýsköpun og frumkvöðlastarfi, umhverfismálum og sjálfbærni.

10:00 – Opnunarorð

10:10 – Vinnustofa – leiðarvísir frumkvöðla og fyrstu skrefin

11:45 – Úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands

12:15 – Hádegisverður

13:00 – Reynslusögur frumkvöðla

14:00 – Heimsókn í Kvikuna, nýsköpunarsmiðju

14:30 – Vinnustofa – helstu áskoranir frumkvöðla, ykkar eigin leiðarvísir og kynningar

16:30 – Næstu skref: Vesturbrú og Uppbyggingasjóður

17:00 – Stefnumót og veitingar

Dagskráin er blanda af fræðslu, vinnustofum, reynslusögum og tengslamyndun. Hluti af dagskránni er úthlutun atvinnu- og nýsköpunarstyrkja úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands og gefst þátttakendum tækifæri til að spjalla við styrkhafa. Nýsköpunarrýmið Kvikan verður heimsótt og dagurinn endar með léttum veitingum og stefnumóti.

Markmið frumkvöðla- og fyrirtækjamótsins er efla sköpunarkraft og frumkvöðlastarf á Vesturlandi, tengja fólk saman og stuðla að nýjum verkefnum og verðmætasköpun á svæðinu.

Öll velkomin og þátttaka er ókeypis. Skráning er nauðsynleg undir „Miðar/Tickets“ til að áætla veitingar og minnka matarsóun – ekki er nóg að setja „Going“ á viðburðinn.

Nýsköpun í vestri er samstarfsverkefni Gleipnis, nýsköpunar- og þróunarseturs á Vesturlandi, Nývest, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og er styrkt af Sóknaráætlun Vesturlands.

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Aðalfundur Nývest 2024

Boðað er til aðalfundar Nýsköpunarnets Vesturlands ses. föstudaginn 3. maí 2024, kl. 11:00. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu SSV að Bjarnarbraut 8, Borgarnesi. Dagskrá fundarins:

Uppskeruhátíð nýsköpunar 6. apríl

Háskólinn á Bifröst býður þig hjartanlega velkomin/nn á Uppskeruhátíð nýsköpunar í Menntaskóla Borgarfjarðar, 6. apríl næstkomandi, kl.14:00-16:00. Nemendur í nýsköpun og viðskiptaáætlanagerð kynna lokaverkefni sín

atvinnumál kvenna

Umsóknarfrestur fyrir styrki til Atvinnumála kvenna

Vinnumálastofnun/félags-og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2024 lausa til umsóknar Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 40.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 4.000.000.

Umsóknir í Hönnunarsjóð 2024

Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu,