10 teymi taka þátt í Vesturbrú 2023

Síðastliðnar vikur hefur verið opið fyrir umsóknir í Vesturbrú – viðskiptahraðal á Vesturlandi. Margar umsóknir bárust og augljóst að Vesturlandi iðar af lífi og sköpunarkrafti!

Á næstum vikum munu 10 teymi njóta leiðsagnar og samveru en hraðallinn er sérhannaður með þarfir þátttökuteymanna í huga, þannig hafa teymin áhrif á fræðsluna sem stendur þeim til boða. Markmið hraðalsins er efla sköpunarkraft og frumkvöðlastarf á Vesturlandi, tengja fólk saman og stuðla að nýjum verkefnum og verðmætasköpun á svæðinu.

Þetta er í fyrsta sinn sem haldin er viðskiptahraðall á Vesturlandi og eru þátttakendur af öllu Vesturlandi sem er afar ánægjulegt. Framundan eru tvær lotur en þær verða haldnar í desember 2023 & janúar 2024.

Þátttakendur í Vesturbrú 2023:

Fræðslugreiningartól Effect – Hugbúnaðarlausn sem greinir fræðsluþörf innan fyrirtækja og stofnana í rauntíma og gefur starfsfólki verkfæri til að meta eigin færni og þekkingu til að taka betur ábyrgð á eigin fræðsluvegferð

Urður Ullarvinnsla – Ull og ullarband úr Dölunum sem hefur það markmið að draga fram sérstöðu íslensku ullarinnar og stuðla að auknu verðmæti hennar.

Hraundís – Íslenskar ilmkjarnaolíur úr íslenskri náttúru

Simply the West – Afþreyingarfyrirtæki sem sameinar bókanir á afþreyingu á Vesturlandi á einum stað og auðveldar þannig aðgengi ferðamanna að svæðinu

Bjargarsteinn – Nýsköpun innan starfandi fyrirtækis sem felst í framleiðslu á ýmsum matvælum svo sem víni, snakki og ís og unnin eru úr staðbundnum hráefnum

Grammatek – Grammatek þróar íslenska máltækni með aðstoð gervigreindar

Snæfellsnes Adventure – Snæfellsnes Adventure stefnir að sérhæfingu í móttöku farþega skemmtiferðaskipa með sjálfbærni, fjölgun atvinnutækifæra og hag samfélagsins að leiðarljósi.

Marman – Marman þróar og framleiðir vörur úr handtýndu þangi frá Vesturlandi, meðal annars úr þangskeggi sem minjagripi fyrir ferðamenn

Barnaból – Barnaból framleiðir vöggusett tilbúið til útsaums og hvetur þannig til að endurvekja gamla íslenska hefð

Kruss – Verkefnið „íslensku jólasveinarnir koma úr Dölunum“ miðar að því að varðveita íslensku jólasveinana sem eru brothætt menningarverðmæti

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Aðalfundur Nývest 2024

Boðað er til aðalfundar Nýsköpunarnets Vesturlands ses. föstudaginn 3. maí 2024, kl. 11:00. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu SSV að Bjarnarbraut 8, Borgarnesi. Dagskrá fundarins:

Uppskeruhátíð nýsköpunar 6. apríl

Háskólinn á Bifröst býður þig hjartanlega velkomin/nn á Uppskeruhátíð nýsköpunar í Menntaskóla Borgarfjarðar, 6. apríl næstkomandi, kl.14:00-16:00. Nemendur í nýsköpun og viðskiptaáætlanagerð kynna lokaverkefni sín

atvinnumál kvenna

Umsóknarfrestur fyrir styrki til Atvinnumála kvenna

Vinnumálastofnun/félags-og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2024 lausa til umsóknar Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 40.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 4.000.000.