Umsóknarfrestur – List fyrir alla!
Opnað hefur verið á umsóknir í verkefnið List fyrir alla, en það gengur út á að veita öllum börnum aðgang að fjölbreyttum menningarviðburðum óháð búsetu og efnahag. Kallað er eftir listverkefnum sem eru sniðin að grunnskólabörnum um land allt og geta starfandi listamenn, sem og stofnanir og aðrir lögaðilar sem sinna barnamenningu sótt um.
Umsóknarfrestur er til 17. mars 2023 og má finna nánari upplýsingar sem og rafræna umsóknargátt á www.listfyriralla.is Hægt er að panta ráðgjöf hjá menningarfulltrúa SSV með því að senda á sigursteinn@ssv.is og panta viðtal.