Matvælasjóður opnar fyrir umsóknir!
Matvælasjóður opnar fyrir umsóknir 1. febrúar 2023. Verður það í fjórða sinn sem sjóðurinn úthlutar og er heildarúthlutunarfé sjóðsins að þessu sinni 580,3 milljónir króna. Umsóknarfrestur verður til miðnættis 28. febrúar 2023.
Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum á landsvísu.