Atvinnuuppbygging og þróun íbúðamarkaðar á Vesturlandi
Arinstofunni í Landnámssetrinu 14. nóvember kl. 11:30 – 13:00
Þriðjudaginn 14. nóvember verður haldinn opinn fundur um atvinnuuppbyggingu og þróun íbúðarmarkaðar í landsbyggðunum. Fundurinn verður haldinn í Landnámssetrinu kl. 11:30 og er opinn öllum. Að fundinum standa aðilar sem láta sig varða uppbyggingu í landsbyggðunum eða SSV, Byggðastofnun, HMS, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og Samtök iðnaðarins.
Á fundinum verður fjallað um atvinnuþróun í landsbyggðunum, stöðuna á íbúðamarkaði, stafræn byggingarleyfi, nýsköpunarstyrki, hagkvæmni og skilvirkni í íbúðauppbyggingu og þau lánaúrræði sem standa til boða bæði hvað varðar rekstur og íbúðaruppbyggingu.