Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur Dalabyggðar var opnað árið 2022 og fer starfsemi fram á Miðbraut 11 í Búðardal.
Setrið er samstarfsverkefni Dalabyggðar við nokkur leiðandi fyrirtæki, stofnanir og samtök, þar má nefna verkfræðistofuna EFLU, Kaupfélag Borgfirðinga, Bændasamtök Íslands, Arion banka, Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólann á Bifröst og Símenntun.
Í setrinu er að finna samvinnurými þar sem hægt er að leigja borð, allt frá einum degi upp í mánuði. Setrið rúmar bæði smærri og stærri hugmyndir. Tilvalin aðstaða fyrir nýsköpunarhugmyndir, frumkvöðlastarfsemi, störf án staðsetningar og námsmenn.
Jóhanna María Sigmundsdóttirjohanna@dalir.is // 430 4700
Staðsetning: Miðbraut 11, 370 Búðardalur, Dalabyggð
Heimasíða: dalir.is
Verðskrá: Almennt dagur kr 3500,- / vika kr. 14.000,- / mánuður kr. 25.000,- / langtíma kr. 18.000,- pr mánuður. Nemendur dagur kr. 2500,- / vika kr. 10.000,-.
Skilyrði: Aðstaðan er fyrir nýsköpunarhugmyndir, frumkvöðlastarfsemi, störf án staðsetningar og námsmenn.
Tækjabúnaðar: Ljósleiðaratenging, fjarfundabúnaður í fundarsal.
Þjónusta: Öll stoðþjónusta hússins ásamt ýmissi ráðgjöf frá samstarfsaðilum seturisins.Aðgangur að setrinu (borð og stóll), setustofa ásamt kaffi- og vatnsvél.