Frá hugmynd í framleiðslu

Uppsprettan er nýsköpunarsjóður á vegum Haga. Hlutverk sjóðsins er að virkja og styðja frumkvöðla til nýsköpunar og þróunar í íslenskri matvælaframleiðslu.

Sjóðurinn leggur áherslu á stuðning við frumkvöðla verkefni sem taka tillit til sjálfbærni og styðja við innlenda framleiðslu.

 

Hvaðan kemur nafnið Uppsprettan?

Uppspretta vatns, uppspretta góðra hugmynda o.s.frv. Því má segja að orðið feli í sér allt þrennt; góð hugmynd kviknar, hún er vökvuð til vaxtar og upp sprettur sproti!

 

Umsóknir 2023

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir styrki Uppsprettunnar fyrir árið 2023. Þetta er í þriðja sinn sem sjóðurinn úthlutar styrkjum til frumkvöðla sem eru í nýsköpun og þróun á íslenskri matvælaframleiðslu. Umsóknarferlið er einfalt, smelltu hér og halaðu niður Power Point kynningarformi til að fylla út fyrir þína umsókn. Þegar skjalið er útfyllt þá sendir þú það á uppsprettan@hagar.is fyrir 27. september næstkomandi. Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband á uppsprettan@hagar.is

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Gervigreind og styrkumsóknir

Næsti fyrirlestur Forvitinna frumkvöðla 4. mars mun fjalla um það hvernig hægt er að nýta gervigreind við gerð styrkumsókna. Atli Arnarson, sérfræðingur hjá Tækniþróunarsjóði mun

Upptökur af erindum á örfundi Nývest

Föstudaginn síðastliðinn, 14. febrúar, hélt Nývest opin örfund á netinu þar sem fengnir voru þrír frábærir frumkvöðlar úr nýsköpunar umhverfi Vesturlands. Að loknum erindum hófumst