Lóa hefur opnað fyrir umsóknir!

Lóa – nýsköpunarsjóður fyrir landsbyggðina

Ath: Umsóknarfrestur er til 27. mars 2023.

Umsóknarform er hér 

 

Lóunni er ætlað það hlutverk að auka nýsköpun á landsbyggðinni og styðja við eflingu byggða og landshluta. Henni er ætlað að styðja við atvinnulífið, verðamætasköpun og stuðla að uppbyggingu vistkerfis fyrir nýsköpunarstarfsemi á forsendum svæðanna.

Úthlutað er úr sjóðnum einu sinni á ári og hvert verkefni getur hlotið að hámarki 20% af heildarúthlutun hvers árs. Mótframlag umsækjanda þarf að vera 30% af styrkumsókn. Styrkjunum er úthlutað til nýsköpunarverkefna utan höfuðborgarsvæðisins.

Lóa hefur það að áherslu í ár að styðja við verkefni sem komin eru af byrjunarstigi og tengjast samfélagslegum áskorunum á borð við loftslagsmál, sjálfbærni í heilbrigðis- og menntamálum og sjálfbærni í matvælaframleiðslu.

Heildarfjárhæð Lóu árið 2023 er 100 milljónir króna.

Nánari upplýsingar um Lóu má finna hér

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir

Gervigreind og styrkumsóknir

Næsti fyrirlestur Forvitinna frumkvöðla 4. mars mun fjalla um það hvernig hægt er að nýta gervigreind við gerð styrkumsókna. Atli Arnarson, sérfræðingur hjá Tækniþróunarsjóði mun

Upptökur af erindum á örfundi Nývest

Föstudaginn síðastliðinn, 14. febrúar, hélt Nývest opin örfund á netinu þar sem fengnir voru þrír frábærir frumkvöðlar úr nýsköpunar umhverfi Vesturlands. Að loknum erindum hófumst