Forseti Íslands kíkti á Breiðina

Þann 15. desember komu forsetahjónin í heimsókn á Breið, Akranesi. Þar fengu þau að kynnast öllu því metnaðarfulla og framsækna starfi sem er komið í húsið. Ferðast var á milli hæða og meðal annars skoðuð FabLab smiðjan, líftæknismiðjan, starfsemi Arttré, KPMG og Running Tide. Þá fékk forseti að heyra af verkefni tengdu Grjótkrabba. Frumkvöðlarnir á 3. hæð áttu samtal við forsetann og að lokum hófst hátíðardagskrá í tilefni 80 ára afmælis Akraneskaupstaðar.

Breið Þróunarfélag hefur á stuttum tíma orðið að miklu fjöreggi nýsköpunar á Vesturlandi og því afar gaman að forsetahjónin hafi fengið að kynnast öllu því sem fram fer á Breið!

Picture of Nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands

Deila:

Facebook
Twitter
LinkedIn

Tengdar fréttir