Umsóknarfrestur í nýsköpunarsjóð námsmanna er 6. febrúar 2023.
Sjóðurinn er ætlaður háskólanemum í grunn- og meistaranámi. Umsjónarmenn innan háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja geta sótt í sjóðinn án þess að hafa fundið nema.
Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunnnámi og námi á meistarastigi við háskóla til sumarvinnu að rannsókna- og þróunarverkefnum.
Nú er kjörið að leggja höfuðið í bleyti fyrir nýja árið!